AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og aðalskipulagsbreytingar:

  1. Vestur-Meðalholt; Íbúðarbyggð: Deiliskipulag – 2311079

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. desember 2023 að kynna tillögu nýs deiliskipulags vegna íbúðarbyggðar í Vestur - Meðalholti. Skipulagssvæðið er staðsett suðaustan við Selfoss, milli Gaulverjabæjarvegar og íbúðarbyggðar í Rima, og er um 20 ha að stærð. Aðkoma er um nýja vegtengingu frá Önundarholtsvegi. Á skipulagssvæðinu eru afmarkaðar 17 lóðir. Stærð lóða er frá 7.499 m2 til 21.938 m2 og er nýtingarhlutfall lóða skilgreind að hámarki 0,05. Byggingarreitir innan skipulagsins eru merktir B1-B2-B3 og gilda mismunandi heimildir innan þeirra. Innan lóða er almennt heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr og gestahús auk þess sem heimildir eru fyrir skemmu og gripahúsi. Samhliða hefur verið kynnt tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna málsins.

  1. Kálfholt L1.b L208177; Skipting lóðar í 6 búgarða; Deiliskipulag – 2309073

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. október 2023 að kynna tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lands Kálfholts L1.b L208177 í Ásahreppi. Gert er ráð fyrir að skipta upprunajörðinni upp í sex búgarða, 10 - 13 ha að stærð. Á hverjum búgarði verði heimild til að byggja íbúðar- og útihús.

 

  1. Bitra land L200842; Landbúnaðarlóðir; Hótel og smáhýsi; Deiliskipulag – 2307047

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar 2024 að kynna tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til svæðis Bitru lands L200842. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á fjórum landbúnaðarlóðum og fjórum verslunar- og þjónustulóðum. Á landbúnaðarlóðunum er gert ráð fyrir heimild fyrir íbúðarhúsi og aukahúsi s.s. gestahúsi, gróðurhúsi, hesthúsi og/eða geymslu/skemmu. Á verslunar- og þjónustulóðunum er gert ráð fyrir heimild fyrir allt að 100 herbergja hóteli með gistirými fyrir allt að 200 gesti. Enn fremur er gert ráð fyrir um 30 smáhýsaeiningum að 70 fm þar sem geti gist allt að 120 gestir. Nýtingarhlutfall lóða á svæðinu má ekki fara umfram 0,05. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði.

  1. Bitra land L200843; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2302064

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar 2024 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Bitru lands L200843 í Flóahreppi. Alls er um að ræða um 43 ha land sem nú er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og um 21 ha lands frístundabyggðar (F21). Í breytingunni felst að 30 ha af svæðinu verði skilgreindir sem landbúnaðarsvæði og um 13 ha verslunar- og þjónustusvæði. Markmiðið er að fjölga íbúum sveitarfélagsins og þar með nýta betur þá þjónustu og innviði sem fyrir eru s.s. vegakerfi og veitur. Einnig að koma til móts við vaxandi eftirspurn þeirra sem vilja búa í dreifbýli á stórum lóðum með möguleika á aðstöðu fyrir t.d. hesta, trjárækt o.þ.h. Þá sé markmiðið með verslunar- og þjónustulóðum að auka kosti í þjónustu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Á staðnum verði miðað að því að þar verði hægt að taka á móti stærri hópum í einu en skortur sé á slíkri aðstöðu í sveitarfélaginu. Samhliða er lagt fram deiliskipulag sem tekur til svæðisins.

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Útey 1 L167647; Verslunar- og þjónustusvæði, stækkun og breytt lega frístundasvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2306076

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 6. desember 2023 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar er varðar Útey 1. Í breytingunni felst að frístundasvæði F32 verði stækkuð og afmörkun þess breytist, frístundasvæði F33 er fellt út úr aðalskipulagi. Þá verða sett inn tvö verslunar- og þjónustusvæði, VÞ48, fyrir ferðaþjónustu þar sem gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 180 gesti ásamt baðaðstöðu og VÞ49 þar sem gert er ráð fyrir ýmiss konar atvinnuuppbyggingu s.s. verslun, safni og gróðurrækt. Felld eru út tvö efnistökusvæði E26 og E27. Í deiliskipulagi verður gerð nánari grein fyrir uppbyggingu m.a. lóðaskipan, byggingarskilmálum og öðrum ákvæðum í samræmi við breytt aðalskipulag.

 

  1. Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032, íbúðarsvæði ÍB2 og Miðsvæði M1, Borg í Grímsnesi, breyttir skilmálar – 2303045

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. desember að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til íbúðarsvæðis ÍB2 og miðsvæðis M1. Í breytingunni felst endurskoðun afmörkunar og skilmála fyrir ÍB2. Endurskoðun afmörkunar og skilmála M1 og breytt afmörkun aðliggjandi svæða til samræmis við breyttar áherslur innan skipulagssvæðisins sem ofangreindir landnotkunarflákar taka til.

Samkvæmt 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar.

  1. Eystri-Loftsstaðir 9 L227154; Íbúðarhús, útihús o.fl.; Deiliskipulag – 2312006

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags á landi Eystri-Loftsstaða 9 L227154 í Flóahreppi. Um er að ræða 5.3 ha land þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu íbúðarhúss auk þriggja aukahúsa s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús, skemmu/geymslu. Hámarks byggingarmagn innan reitsins er 900 fm.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.asahreppur.is www.blaskogabyggd.is www.floahreppur.is og www.gogg.is

Mál 1 - 4 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 18. janúar 2024 með athugasemdafresti til og með 9. febrúar 2024.

Mál 5 - 7 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 18. janúar 2024 með athugasemdafrest til og með 1. mars 2024.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU