Boð um húsnæði til Grindvíkinga

Kæru íbúar

Hugur okkar er hjá íbúum Grindavíkur og nágrennis vegna þeirra erfiðu atburða sem þeir ganga nú í gegnum. Sveitarfélögin á landinu eru öll í startholunum og komin af stað í þá vinnu að kortleggja og undirbúa viðbrögð til aðstoðar íbúum Grindavíkur.

Við hjá Flóahreppi erum að skoða getu okkar til að bjóða fólki nauðsynlega þjónustu og undirbúum viðbragð í tengslum við það.

Landsmenn eru hvattir til að skrá laust húsnæði og er það gert með því að fylla út form sem má nálgast hér: Boð um húsnæði til Grindvíkinga

Við hvetjum ykkur, kæru íbúar og húsnæðiseigendur í Flóahreppi, að fylla út formið ef þið sjáið fram á að hafa húsnæði sem getur nýst í neyð.

Íslendingar kunna að standa saman í erfiðum aðstæðum sem þessum og þar eru íbúar Flóahrepps engin undanteking.

 

Fyrir hönd sveitarstjórnar Flóahrepps

Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri