30 ára starfsafmæli

Á fundi þann 7. mars færði sveitarstjórn Ingibjörgu Einarsdóttur þakklætisvott frá sveitarfélaginu Flóahreppi en hún hefur um þessar mundir starfað samfellt í 30 ár við húsvörslu í félagsheimilinu Þingborg. Henni eru færðar kærar þakkir fyrir sitt vinnuframlag öll þessi ár og um ókomin ár en hún starfar enn sem húsvörður hjá sveitarfélaginu.