Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson, Halakoti, 2023
Vegna veðurviðvarana fyrir þriðjudaginn 7. febrúar 2023 hefur verið tekin ákvörðun um að 275. fundur sveitarstjórnar Flóahrepps fari fram í fjarfundi.
Í gildandi samþykktum um stjórn sveitarfélagsins kemur eftirfarandi fram:
,,Sveitarstjórnarfundi er heimilt að halda með rafrænum hætti þannig að hluti sveitarstjórnarfulltrúa eða allir taki þátt með rafrænum hætti.“
Fundargerð ásamt fundargögnum birtist á heimasíðu eftir að allir fulltrúar sveitarstjórnar hafa undirritað og staðfest fundargerð.