Kornskurðarball í Félagslundi á föstudagskvöld!

Viðburðir á næstunni

Menningarnefnd Flóahrepps og Ungmennafélagið Þjótandi taka höndum saman og halda ballið sem íbúar Flóahrepps og gestir hafa beðið eftir.
 
Þetta er kærkomið tækifæri til að klæða sig í betri gallann og hitta sveitungana loksins alla saman á einu dansgólfi.
 
Eins og Kornskurðarballið var þekkt fyrir á árum áður, er það ætlað fyrir allan aldur og kynslóðirnar skemmta sér saman. Aldurstakmark er 18 ár en 16-17 ára geta mætt á staðinn í fylgd foreldra.
 
Þjótandi verður með sölubás á ballinu. Í boði verða grillaðar samlokur, kókómjólk, kaffi og Prins póló gegn vægu gjaldi. Einnig verður Menningarnefnd með aðra drykki til sölu, allt á hagstæðum kjörum.
 
Húsið opnar kl 21. Sjoppan/barinn verður opinn og fyrirpartýstemmning í litla salnum. Stóri salurinn opnar kl 22 og hljómsveitin Meginstreymi stígur á svið kl 22:30. Ballinu lýkur kl 02 eftir miðnætti. Miðaverð 4.000 kr.
 
Sjáumst á föstudagskvöldið!
 
Menningarnefnd Flóahrepps
Ungmennafélagið Þjótandi