Síðasti dagur til að sækja um hvatagreiðslur

Flóahreppur greiðir styrk til íþrótta- lista- og tómstundaiðkunar tvisvar sinnum á ári, að hausti og vori. Umsóknarfrestur vegna hvatagreiðslna að vori er til 1. apríl. Foreldrar/ forráðamenn barna á aldrinum frá og með 5 ára og að 18 ára aldri sem eiga lögheimili í Flóahreppi geta sótt um greiðslurnar. Umsóknir og nánari reglur um hvatagreiðslur má nálgast hér á heimasíðu: https://www.floahreppur.is/is/sveitin-okkar/ithrottir-og-utivist/hvatagreidslur