Skóla-og velferðarþjónusta Árnesþings er staðsett í Laugarási í Bláskógarbyggð. Um er að ræða 80%-100% stöðu frá og með 1. júlí 2024. Unnið er í dagvinnu en æskilegt er að viðkomandi geti tekið bakvaktir.
Félagsráðgjafi í barnavernd starfar að verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar í vinnslu og meðferð barnaverndarmála. Ráðgjafi í barnavernd vinnur að málefnum barna skv. skyldum þeim sem koma fram í barnaverndarlögum nr. 80/2002. Hann vinnur að því að tryggja börnum sem búa við óviðunandi aðstæður eða börnum sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Starfið krefst víðtækrar þekkingar á sviði barnaverndar- og stjórnsýslulaga og úrræðum, bæði ríkis og sveitarfélaga. Auk barnaverndarmála getur verið um að ræða félagslega ráðgjöf við einstaklinga og málstjórn í farsæld barna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og skráning tilkynninga og könnun/úttekt á aðstæðum barna
- Vinna með fjölskyldum; viðtöl, ráðgjöf og stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Skipulagning úrræða og aðgerða í samvinnu við samstarfsaðila
- Vinnsla við fóstur- og vistunarmál
- Markvisst samstarf við aðrar stofnanir og samþætting verkefna
- Mat á hæfni fóstur- og stuðningsforeldra
- Handleiðsla fyrir fósturforeldra, persónulega ráðgjafa og annað starfsfólk sem ráðið er af sviðinu vegna starfa innan barnaverndar
- Félagsleg ráðgjöf til einstaklinga
- Málastjórn í stuðningsteymum vegna farsældar barna
- Bakvaktir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf, eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi í barnaverndarþjónustu
- Þekking og reynsla af barnavernd/velferðarþjónustu er mikilvæg
- Reynsla af starfi með börnum og fjölskyldum er kostur
- Góð færni í mannlegum samskiptum, samstarfi og teymisvinnu
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Geta til að vinna undir álagi í krefjandi starfsumhverfi
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
- Góð almenn tungumála- og tölvukunnátta
https://alfred.is/starf/felagsradgjafi-i-barnavernd-felagsthjonustu