Óskum eftir fulltrúa í Öldungaráð Uppsveita og Flóa

Samkvæmt samþykktum skal Flóahreppur tilnefna einn fulltrúa og annan til vara í sameiginlegt Öldungaráð sem sveitarfélögin Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur og Bláskógabyggð starfrækja í sameiningu.

Flóahreppur óskar eftir áhugasömum aðila til að sitja í Öldungaráði Uppsveita og Flóa.

Í Öldungaráð eru einnig skipaðir tveir fulltrúar frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og einn fulltrúi frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands með þekkingu á öldrunarþjónustu.

Hlutverk Öldungaráðs er meðal annars:

  • Að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu
  • Að gera tillögur to sveitarstjórnar um öldrunarþjónustu
  • Að leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem eru í boði

 

Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra í síma 480 4370 eða á netfangið floahreppur@floahreppur.is