Flóahreppur auglýsir eftir aðila til að sinna smölun og vörslu ágangsfjár

Sveitarstjórn Flóahrepps auglýsir hér með eftir aðila til að sinna smölun og vörslu á ágangsfé innan marka sveitarfélagsins. 

Verkið felst í að bregðast við beiðni sveitarstjórnar um smölun ef eigandi eða umráðamaður bregst ekki við umkvörtunum.

Berist umkvörtun frá landeigendum um að ágangsfé fari inn á afgirt svæði skal landeigandi snúa sér til sveitarstjórnar. Sveitarstjórn aðvarar hlutaðeigandi (eiganda eða umráðamann ágangsfés). Ef ekki er brugðist við af eiganda eða umráðamanni getur sveitarstjórn látið reka féð á afrétt eða heim til hans á hans kostnað. 

Í 3. grein gildandi fjallskilasamþykkt kemur eftirfarandi fram um ágang af fé sem er heima á sumri:

,,Eigendum búfjár er skylt að gæta þess að það gangi ekki öðrum til tjóns og hafa það í tryggum girðingum. Nú verður eigandi eða ábúandi jarðar fyrir ágangi af fé sem heima er á sumri og fer inn á afgirt svæði, og getur hann þá snúið sér til sveitarstjórnar með umkvörtun en hún aðvarar hlutaðeiganda. Sinni eigandi ekki slíkri viðvörun, getur sveitarstjórn látið reka féð á afrétt eða heim til hans. Kostnað af slíkum upprekstri má innheimta hjá eiganda á sama hátt og fjallskil og er eindagi sá sami."

Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra Flóahrepps, Huldu Kristjándóttur, á netfangið hulda@floahreppur.is eða í síma 4804370 á skrifstofutíma.