AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Mynd: SBS
Mynd: SBS

Flóahreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Samkvæmt 30. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi aðalskipulagsbreytinga:

1. Sandártunga; Skilgreining efnistökusvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2401008

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 24. janúar 2023 að kynna skipulagslýsingu er varðar breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að skilgreint verði nýtt efnistökusvæði í Sandártungu í Þjórsárdal. Efni úr námunni verður einkum nýtt í fyrirhugaða færslu á hluta Þjórsárdalsvegar. Bæði er þörf á efni í veginn og einnig grjót í grjótvörn utan á hann. Hluti efnis verður nýttur í nýjan Búðaveg og eftir atvikum í aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Heimilað verður að taka allt að 200.000 m3 af efni á u.þ.b. 7 ha svæði.

 

2.Flóahreppur og Árborg; Selfosslína 1; Breytt lega loftlínu SE1; Aðalskipulagsbreyting – 2311074

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. febrúar 2024 að kynna skipulags- og matslýsingu er varðar breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029.

Í breytingunni felst breytt lega raflínu innan aðalskipulags Árborgar og Flóahrepps. Landsnet ráðgerir að Selfosslína 1 (66 kV) verði tekin niður á kaflanum frá núverandi tengivirki á Selfossi að mastri nr. 99 sem er norðan við Hellisskóg, norðan Ölfusár. Í staðinn verði lagður 132 kV jarðstrengur. Nýr jarðstrengur mun í megindráttum fylgja nýrri legu Suðurlandsvegar norðaustan við Selfoss og fara um nýja brú yfir Ölfusá, fylgir þaðan Ölfusá til norðurs. Áætluð lengd jarðstrengs frá tengivirki á Selfossi að mastri nr. 99 er um 3,1 km. Núverandi háspennulína og fyrirhugaður jarðstrengur liggja um Sveitarfélagið Árborg og Flóahrepp. Breytingin nær til þéttbýlis á Selfossi og dreifbýlis beggja vegna Ölfusár, norðan og austan við Selfoss. Breytingin nær einnig til dreifbýlis í Flóahreppi. Í aðalskipulagi Árborgar er Selfosslína 1 sýnd sem jarðstrengur en tekið fram að legan sé ekki útfærð nákvæmlega. Breyta þarf legu jarðstrengsins og setja skipulagsskilmála. Í aðalskipulagi Flóahrepps þarf að sýna legu jarðstrengsins og setja skipulagsskilmála.

3. Þjórsárbraut 2, Stórholt; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2401034

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. febrúar 2024 að kynna skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 vegna lóðarinnar Þjórsárbrautar 2 í landi Stórholts í Flóahreppi. Samkvæmt núverandi staðfestu Aðalskipulagi Flóahrepps er landið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Samkvæmt skipulagslýsingu er gert ráð fyrir breytingu á aðalskipulagi og gildandi deiliskipulagi lóðarinnar með þeim hætti að hluti lóðarinnar Þjórsárbraut 2 (3,21 ha), verði skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði.

 

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

4. Brúarhlöð: Verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2306093

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. desember 2023 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Brúarhlaða í Hrunamannahreppi. Breytingin nær yfir nýtt verslunar- og þjónustusvæði við Brúarhlöð (L234128), nýtt vatnsból og vatnsverndarsvæði. Svæðið er landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Skilgreint verður um 4 ha verslunar og þjónustusvæði en deiliskipulagssvæði verður stærra, m.a. vegna

göngustíga að Hvítá.

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýst tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar.

5. Stóru Reykir L162665; Skilgreining og afmörkun lóðar og byggingarreita; Deiliskipulag – 2312058

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. febrúar 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lögbýlisins Stóru-Reykja L166275 í Flóahreppi. Í skipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda á bæjarhlaðinu.

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna, www.floahreppur.is, www.fludir.is og www.skeidgnup.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar skipulagsgatt.is/.

Mál 1 - 3 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 8. febrúar 2024 með athugasemdafresti til og með 29. febrúar 2024.

Mál 4 – 5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 8. febrúar 2024 með athugasemdafrest til og með 22. mars 2024.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU