Lausar stöður í leikskólanum Krakkaborg

Krakkaborg er þriggja deilda leikskóli staðsettur í Flóahreppi. Nemendur eru á aldrinum 1 – 6 ára. Krakkaborg er Grænfánaleikskóli og er því lögð rík áhersla á umhverfismennt og grenndarkennslu. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði John Dewey og eru einkunnarorð leikskólans Hugur - Hjarta - Hönd

Leikskólinn Krakkaborg leitar að eftirfarandi stöðum fyrir skólaárið 2024-2025.

100 % stöðu kennara frá 8.ágúst 2024

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf kennara
  • Reynsla af leikskólastarfi
  • Metnaður og áhugi til að mæta ólíkum nemendum á faglegan, fjölbreyttan og skapandi hátt
  • Áhugi og metnaður fyrir góðum foreldrasamskiptum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og lausnaleit
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Kennari vinnur samkvæmt starfslýsingu leikskólakenna að uppeldi og menntun leikskólabarna og tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs ásamt foreldrasamstarfs undir stjórn deildarstjóra. Hann fylgist með nýjungum á sviði kennslu og er virkur þátttakandi í faglegri umræðu leikskólans.

75% staða sérgreinastjóri grenndarkennslu frá 8.ágúst 2024

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf kennara
  • Reynsla af leikskólastarfi
  • Metnaður og áhugi til að mæta ólíkum nemendum á faglegan, fjölbreyttan og skapandi hátt
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og lausnaleit
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Sérgreinastjóri skipuleggur og stýrir verkefnum sem tengjast grenndarkennslu og Grænafánaverkefni. Er tengiliður við þá aðila sem tengjast verkefninu.

Umsóknarfrestur er til og með 3.maí 2024. Ráðið verður í stöðuna frá og með 8.ágúst eða eftir samkomulagi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Vakin er athygli á að ef leikskólakennari sækir ekki um kemur til greina að ráða aðra háskólamenntaða einstaklinga eða leiðbeinendur.

Umsóknir skulu berast í gegnum heimasíðu leikskólans krakkaborg.leikskolinn.is með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sara Guðjónsdóttir leikskólastjóri í síma 480-0151 eða krakkaborg@krakkaborg.is