Glærur frá íbúafundi 26. mars

Íbúafundur var haldinn í Flóahreppi þriðjudaginn 26. mars og voru helstu umræðuefni á fundinum úrgangsmál í landbúnaði, kynning á komandi framkvæmdum við Flóaskóla og kynning á ferli í kringum endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Að auki voru teknir fyrir umræðupunktar sem voru sendir inn í gegnum íbúakönnun á heimasíðu fyrir fundinn. Íbúar tóku þátt á staðnum ásamt því að nokkrir fylgdust með í beinu streymi.

Glærur frá íbúafundinum má nálgast hér fyrir neðan.

Unnið verður úr umræðum og kynningum frá fundinum og verða breytingar og umbætur sem snúa að úrgangsmálum í landbúnaði kynntar sérstaklega fyrir þeim sem við á.

Íbúafundur í Flóahreppi 26. mars 2024 - GLÆRUR FRÁ FUNDI