Auglýst eftir minkaveiðimanni í Flóahreppi

Mynd: SBS
Mynd: SBS

Samkvæmt reglum Flóahrepps um refa- og minkaveiði er auglýst eftir veiðimanni til að sinna hefðbundinni minkaleit í sveitarfélaginu.

Miðað er við að veiðimaður starfi á tímabilinu 20. apríl – 20. júní og miðar ráðningin að því tímabili.

Á því tímabili skal veiðimaður veiða mink á því tímabili og vera til reiðu ef vandamál koma upp. Skilyrði er að ráðnir veiðmenn notist við minkahunda en einnig er heimilt að notast við gildruveiðar. 

Ráðnum veiðimanni sem notast við minkahunda skal greitt fyrir hvert unnið dúr skv. verðlaunum, vinnu og kílómetragjaldi. 

Sjá nánar í samþykktum reglum Flóahrepps um minkaveiði: https://www.floahreppur.is/static/files/Reglur/reglur-um-refa-og-minkaveidi-i-floahreppi-15.08.2023-undirritad.pdf

Flóahreppur fer fram á að þeir sem sinna minkaveiði með vopnum og minkahundi sýni fram á gilt veiðikort og skotvopnaleyfi en þeir sem sinna gildruveiði þurfa ekki að framvísa ofangreindu.

Áhugasamir aðilar sem uppfylla skilyrði sem sett eru sendi póst fyrir 5. apríl á netfangið: floahreppur@floahreppur.is