19. apríl, 2018

Víðavangshlaupið

Map Unavailable

Date/Time
Date(s) - 19/04/2018
10:30

Category(ies)


Víðavangshlaup á sumardaginn fyrsta!
Börn og unglingar, afar og ömmur, foreldrar, frænkur og allir sem
vettlingi geta valdið, vinsamlegast takið eftir!

Víðavangshlaup Umf. Þjótanda mun fara fram venju samkvæmt
sumardaginn fyrsta, 19. apríl.

Hlaupið hefst við afleggjarann að
Árprýði og er rúmlega einn kílómetri að lengd um sanda og móa.

Hlaupið hefst kl 11:00 en skráning hefst kl 10:30. Við mælum með að
fólk komi tímanlega til að skrá sig svo hægt sé að ræsa hlaupið á
réttum tíma. Fyrsti karl og kona í mark fá farandgripi, en að auki fá
allir keppendur verðlaunapening þegar þeir koma í mark. Svaladrykkir
verða í boði ungmennafélagsins.

Hlaupið er ætlað öllum aldurshópum
og aðalatriðið er að vera með svo við hvetjum alla íbúa Flóahrepps,
stóra sem smáa til að taka þátt og fagna sumri.

Umf. Þjótandi