Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 05/12/2015
13:00 - 17:00
Frá kvenfélögunum í Flóahreppi:
-Veglegur kökubasar-Laugardaginn 5. desember kl. 13.00-17.00 verður haldinn
veglegur kökubasar í Þingborg. Þar munum við
kvenfélagskonur verða með á boðstólum margar gerðir af
kökum og tertum sem alla langar að kaupa og borða, t.d. verða
jólasmákökur, tertur, lagtertur, flatkökur, sultur o.fl.
Ágóðinn af basarnum, sem og ágóðinn af
innkaupapokasaumnum verða gefin til góðs málefnis, sem
nánar verður greint frá síðar.
Við vonumst til að sjá sem flesta, og að þið hjálpið okkur
að styrkja góð málefni.
Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps
Kvenfélag Hraungerðishrepps
Kvenfélag Villingaholtshrepps