16. júlí, 2017

Ungmennafélagsreiðtúr

Map Unavailable

Date/Time
Date(s) - 16/07/2017
20:00 - 21:00

Category(ies)


Ungmennafélagsreiðtúrinn

Hinn árlegi reiðtúr Umf. Þjótanda fer fram sunnudagskvöldið 16. júlí. Ferðinni er heitið um Miklavatnsmýri sem er sameignarland nokkurra bæja í Gaulverjabæjarhreppi hinum forna. Riðinn verður hringur um svæðið sem er ca 10 km langur og hentar vel einhesta fólki. Stefnan er að ríða af stað frá Syðra-Velli kl 20:00 en þar á hlaðinu er nægt pláss fyrir bíla og kerrur fyrir þá sem koma með hrossin akandi á staðinn. Ungmennafélagið mun bjóða upp á heitt kakó á leiðinni en ef hungrið sverfur að gæti verið gott að hafa smá nesti í vasanum. Á síðasta ári var mikill fjöldi í reiðtúrnum og við vonum að það sama verði upp á teningnum í ár.

Stjórnin