Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 01/02/2020
20:00 - 23:30
Þorrablót í Þingborg 2020
Hið bráðskemmtilega þorrablót Umf. Þjótanda og
skemmtinefndar Hraungerðis- og Sandvíkurhreppa verður haldið
í Þingborg laugardaginn 1. febrúar nk. Húsið opnar kl. 20:00 og
hefst dagskrá kl. 20:30.
Við ætlum að breyta út af venju þetta árið. Hver gestur/
fjölskylda/vinahópur kemur með það að borða sem hver og einn
kýs, hvort sem það er súrmatur eða annað. Víða er sú venja þar
sem slíkt fyrirkomulag þekkist, kemur fólk með matinn í trogum
en að sjálfsögðu hefur hver sinn mat í þeim ílátum sem hentar .
Boðið verður upp á heitan jafning, rófustöppu og kartöflumús. Við
mælum sérstaklega með því að fjölskyldur eða vinahópar taki sig
saman með mat. Veislustjóri verður Guðmundur Jóhannesson
(Gummi í Hrygg). Þá verður slegið á létta strengi að hætti
skemmtinefndar og rifjuð upp ýmis afrek nýliðins árs.
Hljómsveitin Meginstreymi úr Borgarfirðinum mun svo sjá um að
svala dansþyrstum fram á nótt.
Miðapantanir berist í síðasta lagi sunnudaginn 26. janúar á
netfangið thorrablotthingborg@gmail.com eða í síma 867-3538
(Baldur Gauti). Ef sérstakar óskir eru um borðfélaga þarf að taka
það fram. Miðaverð auglýst síðar.
Sækja skal pantaða miða þriðjudag 28. janúar frá kl. 19:00 –
21:00, föstudaginn 31. janúar frá kl. 19:00 – 21:00 eða
laugardaginn 1. febrúar frá kl. 11:00 – 14:00 í Þingborg. Eða eftir
nánari samkomulagi þegar pantað er.
ATHUGIÐ.
Við reiknum með að bjóða uppá rútu heim af blóti. Myndu þá
verða reglulegar rútuferðir frá Þingborg svipað og verið hefur
síðustu ár og verður það innifalið í miðaverði.
Geymið auglýsinguna og fylgist vel með okkur á facebook
undir nafninu Þorrablót í Þingborg 2020.
Góða skemmtun!
Þorrablótsdeild Umf. Þjótanda og skemmtinefndin