23. júlí, 2018

Þjótandameistaramótið

Map Unavailable

Date/Time
Date(s) - 23/07/2018
00:00

Category(ies)


Þjótandameistaramótið
Meistaramót Umf. Þjótanda í frjálsum íþróttum verður haldið
mánudagskvöldið 23. júlí á íþróttavellinum við Þjórsárver.
Keppnisgreinar verða þrjár: Kúluvarp, kringlukast og langstökk.
Keppt verður í fullorðinsflokki karla og kvenna og auk þess flokki
pilta og stúlkna 15 ára og yngri. Keppnin er stigakeppni og fær
sigurvegari hverrar greinar 6 stig, annað sætið fær 5 stig og svo koll af
kolli. Stigahæstu aðilarnir eftir greinarnar þrjár hljóta svo
sæmdarheitið Þjótandameistarinn 2018.
Við hvetjum sem flesta til að koma á mótið og reyna sig í þessum
greinum í góðum félagsskap og vonandi góðu veðri.
Íþróttanefnd