Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 22/05/2019
15:00 - 19:00
Opið hús – fjarskiptafélög kynna þjónustu sína
Miðvikudaginn 22. maí verður opið hús með þjónustuveitum í
Félagslundi milli kl. 15:00-19:00. Þar munu fjarskiptafélög kynna
þjónustu og vöruframboð sitt sem verður í boði á nýja
ljósleiðarkerfi Flóaljóss. Fulltrúar Flóaljóss verða einnig á
staðnum og veita fúslega svör við þeim spurningum sem kunna
að brenna á íbúum. Allir eru velkomnir að koma og kynna sér
hvað í boði er hjá viðkomandi fyrirtæki varðandi hinar ýmsu
lausnir; ljósleiðara, net, sjónvarp, farsíma og fleira.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Eydís Þ. Indriðadóttir, sveitarstjóri.