Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 23/12/2018
12:00 - 14:00
Skötuveisla Umf. Þjótanda
Í ár eru 20 ár síðan skötuveisla var fyrst haldin í Þjórsárveri á
Þorláksmessu og því má segja að um afmælisviðburð verði að ræða
þegar dyr Þjórsárvers verða opnaðar fyrir gestum og gangandi þetta
árið.
Borðhald hefst kl 12:00 og boðið verður uppá gæða skötu og saltfisk
ásamt tilheyrandi meðlæti. Kaffi og konfekt innifalið í miðaverði að
venju.
Verðskráin er þessi:
Fullorðnir 2.500 kr.
Börn 6-12 ára 500kr.
Yngri börn fá frítt.
Veislan er ein stærsta fjáröflunarsamkoma félagsins
svo við hvetjum ykkur til þess að fjölmenna og styðja þannig við starfið. Best er að hafa með sér reiðufé þar sem posinn er oftast hægvirkur
þennan dag.
Stjórn Umf. Þjótanda