Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 14/03/2020
12:00 - 17:00
Skemmtiferð Umf. Þjótanda 2020
Laugardaginn 14. mars n.k. stendur Ungmennafélagið Þjótandi fyrir
skemmtiferð til Reykjavíkur. Lagt verður af stað með rútu frá N1 á
Selfossi kl 12 og farið í Keiluhöllina í Egilshöll. Þar verður spiluð
keila í 50 mínútur, og eftir það verður pizzahlaðborð á veitingastaðnum
Shake and pizza sem staðsett er á sama stað. Áætluð heimkoma verður
kl. 17.
Kostnaður er ekki kominn á hreint, en verður auglýstur á facebook síðu
félagsins þegar nær dregur. Allir eru velkomnir með í ferðina, en börn í
5. bekk og yngri verða að vera í fylgd með foreldri eða einstaklingi
sem er amk. 15 ára.
Pantanir í ferðina berist til Stefáns Narfa í síma 894-7911, einnig
verður hægt að skrá sig á facebooksíðu félagsins. Skráningu líkur 11.
mars.
Sjáumst sem flest,
Stjórn Umf. Þjótanda