Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 26/10/2019 - 27/10/2019
00:00
Langspilsvaka 2019
Helgina 26. – 27. október fer fram Langspilsvaka 2019 á Íslenska
bænum í Austur-Meðalholtum, tónlistarháð leinkuð íslenska
langspilinu. Meðal flytjenda eru Björg Þórhallsdór sópran, Elísabet
Waage hörpuleikari, Hilmar Örn Agnarsson organis, Steinunn
Arnbjörg Stefánsdór barokksellóleikari, Rósa Þorsteinsdór
kvæðakona, Sönghópurinn Voces Thules, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og
langspilsleikari og nemendur úr Flóaskóla.
Dagskrá laugardagsins er æði ölbrey. Háðin hefst kl. 14:00 í
sýningarskála staðarins með sýningu á 18 langspilum sem nemendur í
5. og 6. bekk í Flóaskóla smíðuðu undir handleiðslu Eyjólfs Eyjólfssonar
síðasta vetur. Kl. 15:00 mun Rósa Þorsteinsdór ásamt fleirum kveða
velvaldar rímur í gömlu baðstofunni og þar verður einnig leikið á
langspil. Fyrri tónleikar laugardagsins heast kl. 16:00 og verða
leinkaðir kirkjutónlist þar sem leikið verður undir söng á harmóníum,
langspil og hörpu. Kl. 20:30 fara fram seinni tónleikarnir en þeir verða
á veraldlegum nótum þar sem gömlu hljóðfærin fá á sig annan og
örlegri blæ. Í kjölfarið breyst sýningarskálinn í danssal þegar Atli
Freyr Hjaltason þjóðdansari mun leiða danssporin í gömlu dönsunum
og hinum ýmsu þjóðdönsum eins og vikivaka.
Dagskrá sunnudagsins verður leinkuð langspilssmíðaverkefninu í
Flóaskóla. Húsið opnar kl. 14:00 með fyrrnefndri langspilssýningu.
Lokaatriði háðarinnar hefst svo kl. 15:00 þegar nemendur í Flóaskóla
syngja nokkur lög úr Þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar og leika
undir á eigin langspil.
Kaffisala verður í sýningarskála staðarins þar sem í boði verður
kunnuglegt kruðerí. Nánari upplýsingar um dagskrá og flytjendur
háðarinnar verður hægt að nálgast á vefsíðu Íslenska
bæjarins www.islenskibaerinn.is og á www.langspil.is.