10. júlí, 2018

Kvöldganga í Þjórsárdal

Map Unavailable

Date/Time
Date(s) - 10/07/2018
16:30 - 22:30

Category(ies)


Kvöldganga í Þjórsárdal
Þriðjudagskvöldið 10. júlí ætlar skemmtinefnd Umf. Þjótanda að efna
til gönguferðar frá Stöng í Þjórsárdal að Háafossi. Gengin verður stikuð
leið frá Stöng að Háafossi og önnur leið gengin til baka aftur að Stöng.
Gönguleiðin er flokkuð sem meðalkrefjandi leið og ætti að taka um
fimm klukkutíma.
Áætlað er að sameinast í bíla við Þingborg kl 16:30 og ganga af stað
frá Stöng um kl 17:30. Nauðsynlegt er að vera vel búinn og nestaður í
ferðinni og gott að taka með sér pening fyrir bensíni. Aldurstakmark í
ferðina er 14 ár.
Ef veður er slæmt og það þarf að fresta göngunni verður tilkynnt um
það á facebook svo það er um að gera að fylgjast vel með.
Við hvetjum alla til að reima á sig gönguskóna og mæta í sumargöngu.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Skemmtinefndin