Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 29/12/2018
00:00
Kvenfélögin 3 í Flóahreppi hafa ákveðið að halda eitt sameiginlegt jólaball laugardaginn 29. des. næstkomandi í Félagslundi. Þessi félög hafa átt mjög gott samstarf að undanförnu og er því upplagt að smella þessu saman og halda eitt sameiginlegt ball. Hlökkum til að sjá sem flesta sveitunga á jólaballinu og gleðjast saman. Nánari upplýsingar verða í Áveitunni í desember. Skemmtinefnir Kvenfélags Gaulverjabæjar- , Hraungerðis- og Villingaholtshrepps.