Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 05/09/2014
12:30 - 13:45
Almenn íþróttaæfing
Íþróttaæfingar verða í Þjórsárveri á föstudögum frá klukkan 12:30 til 13:50. Þjálfari á æfingunum er Árni Geir Hilmarsson og er fyrsta æfingin föstudaginn 5. september. Æfingar þessar eru fyrir börn í 1. – 4. bekk og eru haldnar á skólatíma í samstarfi við Flóaskóla. Því miður getur farið svo að færri komast að en vilja og munu þá krakkar í 3. og 4. bekk hafa forgang. Aðrir nemendur munu raðast inn eftir skráningartíma. Frekari upplýsingar veitir þjálfari arni@floaskoli.is eða s. 8981830. Það er von okkar að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi og að veturinn framundan verði bæði öflugur og skemmtilegur.
Ungmennafélögin Baldur, Samhygð og Vaka.