Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 12/06/2016
20:00
Sunnudagskvöldið 12. júní verður haldinn hinn árlegi hreinsunardagur í
Einbúa, félagssvæði Umf. Þjótanda í Oddgeirshólaklettum. Þá munum
við bjóða öllum íbúm Flóahrepps til okkar að hjálpa okkur eða þá bara
til að skoða þetta einstaka svæði sem Umf. Þjótandi á.
Byrjað verður kl. 20:00 við að slá og hlúa að svæðinu. Er fólk beðið um
að mæta með sláttuvélar og sláttuorf ásamt öðrum viðeigandi
verkfærum á svæðið. Margar hendur vinna létt verk.
Þetta hreinsunarkvöld er endapunkturinn á umhverfisátaki Atvinnu- og
Umhverfisnefndar Flóahrepps og verður heitt í kolagrilli á svæðinu, þar
sem fólk getur komið og grillað eitthvað gott á fallegum stað að loknu
vel heppnuðu umhverfisátaki og vel unnum störfum við að koma
Einbúa í fallegan sumarbúning.
Einbúanefnd Þjótanda