Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 13/01/2019
10:00 - 16:00
Héraðsmót í frjálsum
Aldursflokkamót HSK 11-14 ára, unglingamót HSK 15-17 ára og
Héraðsmót fullorðinna í frjálsum íþróttum innanhúss 2019 munu fara
fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika sunnudaginn 13. janúar.
Aldursflokkamótið hefst kl 10:00 en hin mótin kl 13:00. Stefnt er á
góða þátttöku frá Þjótanda, og ef næg þátttaka fæst verður farið með
rútu líkt og undanfarin ár (en vonandi betri færð en á síðasta ári).
Þeir sem mæta á æfingar hjá Örvari geta skráð sig hjá honum en fyrir
aðra er best að hafa samband við Guðmundu í síma 846-9775 eða á
gudmunda89@gmail.com. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti
fimmtudaginn 10. janúar. Áfram Þjótandi!
Íþróttanefnd