Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 17/03/2018
10:00 - 13:30
Héraðsleikar HSK í frjálsum 10 ára og yngri 17. mars nk.
Héraðsleikar HSK í frjálsum fyrir keppendur 10 ára og yngri verða haldnir í
íþróttahúsinu á Laugarvatni laugardaginn 17. mars nk. og hefst keppni kl.
10:00 á þrautabraut fyrir 8 ára og yngri. Klukkan 11:30 hefst keppni í
hefðbundnum greinum (9-10 ára). Áætluð mótslok eru kl. 13:30.
Þjótandi stefnir á að senda fjölmennt lið til leiks eins og undanfarin ár. Örvar
þjálfari mun senda upplýsingar um skráningu með tölvupósti á foreldra þegar
nær dregur. Mikilvægt er að allir keppendur Þjótanda verði í Þjótandabol í
keppninni og fyrir þá sem ekki eiga einn slíkan þá verður hægt að kaupa bol
á staðnum.
Íþróttanefnd