Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 08/12/2018
19:30 - 22:00
Aðventutónleikar
Berglind Björk Guðnadóttir (sópran) og
Jón Sigurðsson (píanó) flytja lágstemmd
klassísk jólalög í Félagslundi, menningar-húsi Flóahrepps, þann 8. desember nk.
við kertaljós og kósýheit kl. 20:30.
Berglind stundar klassískt söngnám um þessar
mundir við Nýja Tónlistarskólann hjá Alinu Dubik og mun ljúka
burtfararprófi þaðan árið 2020.
Berglind er íbúi í Flóahreppi, gift Davíð Inga Baldurssyni frá Litla-Ármóti.
Húsið opnar kl.19:30
Aðgangseyrir: 1000 kr. við innganginn
Ókeypis fyrir börn
Léttar veitingar innifaldar í verði og til sölu á staðnum.
Hlökkum til að sjá sem flesta