11. mars, 2018

Aðalfundur Kvenfélags Villingaholtshrepps

Map Unavailable

Date/Time
Date(s) - 11/03/2018
14:00 - 16:30

Category(ies)


Aðalfundur Kvenfélags Villingaholtshrepps

101. aðalfundur Kvenfélags Villingaholtshrepps verður haldinn í Þjórsárveri sunnudaginn 11. mars kl. 14.00.

Dagskrá fundar:
1. Fundur settur, inntaka nýrra félaga, starfsmenn fundar kosnir
2. Fundargerð síðasta fundar
3. Starfsskýrsla formanns
4. Reikningar lagðir fram
5. Skýrsla skemmtinefndar
6. Kosningar
7. Tillaga um árgjald
8. Lagabreytingar
9. Málefni Þjórsárvers
10. Önnur mál

Lagabreytngar sem kynntar voru á haustfundinum og koma til afgreiðslu
aðalfundarins eru efirfarandi: Við lögin mun bætast ein grein, 8. grein og
hljóðar svo:

„Ákvörðun um slit félagsins skal tekin á aðalfundi þar sem mættar eru a.m.k.
helmingur félagskvenna. Tillagan skal samþykkt með a.m.k. 2/3 hluta
greiddra atkvæða og skulu eignir félagsins renna til líknar- og/eða
menningarmála.“

Kaffikonur: Sigrún Hrefna í Skyggnisholti, Hallfríður í Lyngholti, Valgerður í
Mjósyndi, Cathý í Egilsstaðakoti, Sigríður í Tjörnum.

Nýjar konur boðnar hjartanlega velkomnar á fundinn til kynningar og/eða
inngöngu í félagið

Stjórn Kvenfélags Villingaholtshrepps