Dags/Tími
Dagsetning(ar) - 16/04/2018
20:30
Aðalfundur Flóakorns – kornræktarfyrirlestur
Flóakorn ehf. heldur aðalfund sinn mánudaginn 16. apríl í
fjóssalnum á Stóra Ármóti kl. 20:30. Á dagskrá eru hefðbundin
aðalfundarstörf auk þess sem Björgvin Þór Harðarson
svínabóndi í Laxárdal mun koma á fundinn og segja frá
umfangsmikilli kornrækt sinni í Gunnarsholti.
Hluthafar eru sérstaklega hvattir til að mæta en allir
áhugamenn um kornrækt velkomnir.
Stjórnin