Atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps útnefndi handhafa umhverfisverðlauna Flóahrepps fyrir árið 2019. Verðlaunin voru veitt á 17. júní hátíð UMF Þjótanda við Einbúa.
Flóahreppur óskar eftirtöldum handhöfum Umhverfisverðlauna Flóahrepps 2019 innilega til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar. Rósa Matthíasdóttir og Freyr Baldursson í Hraunmörk reka fyrirtækið „Icelandic cottages“. Ingimundur B. Garðarsson og Þórunn Kristjánsdóttir á Vatnsenda hafa byggt upp myndarlegan rekstur á Vatnsenda og þar hafa þau einnig komið upp fallegum og vel hirtum garði. Þess má geta að nú nýverið hafa Ingvar Guðni Ingimundarson og Eydís Rós Eyglóardóttir tekið við rekstri búsins. Sérstaka viðurkenningu sem einstaklingur hlaut Hafsteinn Hafliðason í Þingborg sem á mikinn heiður af myndarlegu starfi hjá Skógræktarfélagi Hraungerðishrepps. Hafsteinn hefur einnig verið ráðgefandi við alla fegrun umhverfis í kringum Þingborg. (Ljósmynd: Rósa Matthíasdóttir)