Í næsta umhverfi er óspillt náttúra með öllum sínum fjölbreytileika.
Hróarsholtslækur rennur austanvert með fjölskrúðugu fuglalífi. Hann er hluti af hinni frægu Flóaáveitu. Í Gömlu-Þingborg er starfrækt ullarvinnsla með frumvinnslu á íslenskri ull. Þar er einnig starfrækt verslun með ullarvörur og aðrar margvíslegar vistvænar og skemmtilegar vörur, sem gaman og fræðandi að skoða. Hraungerðiskirkja er í göngufæri, kirkjan á sér langa og merka sögu og er hin áhugaverðasta. Hér fyrir neðan má sjá mynd af Hraungerðiskirkju. Félagsheimilið Þingborg er aðeins 8 km frá Selfossi, því er stutt í alla þjónustu og verslun. Með ströndinni eru margvísleg söfn, sem áhugavert er að skoða í styttri ferðum.
– Sjáum um kaffi á fundum.
– Getum séð um / útvegað veitingar á stærri samkomum.
– Hægt er að fá gæslufólk til starfa á samkomum sé þess krafist.
– Hægt er að fá þjónustufólk til starfa í hverskonar veislum og mannfögnuðum.
– Borðbúnaður er fyrir 220 manns.
– Eldhús með stórum og góðum tækjum.
– Dúkaleiga er á staðnum.
Verið velkomin í Þingborg.