Velkomin á heimasíðu Félagsheimilisins Þingborgar

Félagsheimilið Þingborg í Hraungerðishreppi er einstaklega vel í sveit sett við þjóðveg eitt, skammt austan við Selfoss.

Þingborg er ákjósanlegur staður til veisluhalda, ættamóta, funda, námskeiða, ráðstefnuhalds og annara mannfagnaða. Salurinn nýtist einnig vel fyrir ýmsa íþróttaiðkun.

Húsið er liðlega 800 fermetrar að grunnfleti.  Salurinn er liðlega 130 fermetrar.  Fyrir norðurenda aðalsalarins er veitingasalur um 80 fermetrar.  Er það ákjósanleg viðbót við salarkynni hússins og opnar fleiri möguleika við nýtingu þess.  Samliggjandi við veitingasalinn er mjög vel búið eldhús.  Aðalinngangur hússins er rúmgóður og gott aðgengi er fyrir hjólastóla.

 

Við húsið eru tveir stórir, heitir pottar.

Eigendur hússins eru Flóahreppur, Kvenfélag Hraungerðishrepps og Ungmennafélagið Baldur.  Félögin unnu þrekvirki við byggingu hússins.  Fyrsta skóflustungan var tekin þann 7. apríl 1983 og húsið var vígt 4. apríl 1992.

Verið velkomin í Þingborg.

Sími í Þingborg 482-3093
Sími húsvarðar 691-7082 og netfang: felagsheimili@floahreppur.is