Ertu að flytja í Flóahrepp?

Nýir íbúar eru boðnir velkomnir í Flóahrepp

Góð búsetuskilyrði eru í Flóahreppi og hér má fá ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi Flóahrepp og flutning í sveitarfélagið.

Flóahreppur liggur að sveitarfélagsmörkum Árborgar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Þjórsá í austri og Hvítá i norðri.

Til Reykjavíkur eru um 60 km frá mörkum Flóahrepps og Selfoss. Sveitarfélagið er 290 km2 að stærð og þar eru búsettir um 650 íbúar.

Aðsetur skrifstofu sveitarfélagsins er í Þingborg, 801 Selfoss, símanúmer 480-4370. Sveitarstjóri er Eydís Þ. Indriðadóttir , floahreppur@floahreppur.is

Flutningstilkynning:
Búferlaflutninga ber að tilkynna í gegnum vef Þjóðskrár, thjodskra.is – eyðublöð – A 250 eða á skrifstofu Flóahrepps.

Skólar

Flóaskóli

Grunnskóli sveitarfélagsins er einsetinn og heitir Flóaskóli. Kennsla er fyrir 1. – 10. bekk. Nýlega var byggð við skólann 1.130 m2 húsnæði sem hýsir m.a. verkgreinastofur, bókasafn og almennar kennslustofur. Í skólanum eru 106 börn. Samkennsla er mikil og áhersla lögð á að hver og einn einstaklingur fái að njóta sín á eigin forsendum.
List- og verkgreinar og önnur skapandi vinna er stór hluti af skólastarfinu.
Gott samstarf er við leikskólann Krakkaborg og Tónlistarskóla Árnesinga. Skólastjóri er Gunnlaug Hartmannsdóttir, nánari upplýsingar á heimasíðu grunnskólans floaskoli.is Sími 480 3460

Krakkaborg

Í leikskólanum Krakkaborg eru um 40 börn á aldrinum 9. mánaða til 6 ára. Starf leikskólans byggir á kenningum Johns Dewey um að börnin læri með því að framkvæma sjálf. Áhersla er lögð á hreyfingu utandyra sem innan. Leikskólinn hefur aðgang að íþróttasal félagsheimilisins í Þingborg fjórum sinnum í viku rúman klukkutíma í senn. Lóðin við leikskólann er stór og með fjölbreyttu umhverfi, þar sem áhersla er lögð á að nýta náttúruna sem best. Sem dæmi eru leiktækin smíðuð úr rekavið og eru því eins náttúruleg og hægt að kjósa sér.

Leikskólastjóri er Guðbjörg Hólm Þorkelsdóttir. Sími: 480 0151 Umsóknir um leikskólapláss má senda rafrænt, sjá hér, um leikskólann, leikskólaumsókn.
 
Framhaldsskólar
 

Nálægir framhaldsskólar eru Fjölbrautarskóli Suðurlands á Selfossi og Menntaskólinn á Laugarvatni. Í sveitarfélaginu er starfræktur vinnuskóli í sex vikur á sumrin fyrir 14 – 16 ára unglinga sem lögheimili eiga í Flóahreppi.

Skipulags- og byggingarmál

Allar upplýsingar um skipulagsmál og byggingarframkvæmdir veita skipulags- og/eða byggingarfulltrúi Flóahrepps. Skipulags-og byggingarmál eru rekin í samvinnu við uppsveitir Árnessýslu. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa er á Dalbraut 12, 840 Laugarvatni, sími 480 5550. Allar nánari upplýsingar um embættið má sjá á vef embættisins www.utu.is

Gjöld fyrir leyfisveitingar eru samkvæmt gjaldskrá hverju sinni, sjá nánar hér.

Vatnsveita

Vatnsveita er á vegum sveitarfélagsins í samvinnu við Árborg. Til að sækja um tengingu við vatnsveitu Flóahrepps skal senda tölvupóst á netfangið floahreppur@floahreppur.is og tilgreina staðsetningu ásamt nafni, kennitölu umsækjanda og símanúmeri. Tengigjöld eru samkvæmt gjaldskrá hverju sinni, sjá nánar Gjaldskrá Vatnsveitu Flóahrepps.

Rafmagn

Sækja þarf um rafmagn til Rarik. Eyðublað má nálgast hér. Verðskrá um dreifingu og flutning á raforku má sjá hér. Gjald fyrir breytingar á heimtaugum aðrar en um getur í verðskrá er samkvæmt skriflegu tilboði frá Rarik.

Sími

Hægt er að flytja gamla símanúmerið með sér hvert á land sem er. Þeir sem eru að sækja um símanúmer í fyrsta skipti skulu snúa sér til þjónustumiðstöðvar Símans. Hægt er senda rafræna umsókn fyrir heimasíma hér.

Félagsmál

Uppsveitir Árnessýslu, Flóahreppur, Hveragerði og Ölfus reka sameiginlega félagsþjónustu.   Félagsþjónustan er með þrjár starfsstöðvar og einn sameiginlegan félagsmálastjóra. Félagsmálastjóri er Ragnheiður Hergeirsdóttir og er starfsstöð hennar í Hveragerði

Hægt er að ná í Ragnheiður Hergeirsdóttir  félagsmálastjóra í  síma 483-4000 eða ragnheidur@arnesthing.is

www.arnesthing.is

 

 

Húsaleigubætur

Upplýsingar um rétt til húsaleigubóta og afgreiðslu þeirra eru aðgengilegar hér. Frekari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu félagsmálastjóra maria@hveragerdi.is Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Velferðarráðs, sjá hér.