Starfsmannastefna Flóahrepps
Starfsánægja og samskipti
Við leggjum áherslu á starfsánægju, góðan starfsanda og vellíðan starfsmanna. Lögð er áhersla á opin samskipti og skilvirka miðlun upplýsinga. Starfsmenn Flóahrepps eiga kost á starfsmannasamtali a.m.k. einu sinni á ári, með næsta yfirmanni.
Starfsumhverfi og öryggi
Við leggjum áherslu á gott heilsufar starfsmanna með góðum aðbúnaði og öruggu starfsumhverfi og vinnuumhverfi sem fullnægir kröfum um vinnuvernd.
Fræðsla og starfsþróun
Við leggjum áherslu á að vera eftirsóknarverður vinnustaður og gefa starfsmönnum kost á fræðslu og endurmenntun til að auka hæfni og tryggja hámarks árangur í starfi. Hver starfsmaður er ábyrgur fyrir því að viðhalda og auka eigin þekkingu og fylgjast vel með því sem í boði er hverju sinni.
Jafnrétti og fjölskyldumál
Að framfylgja lögum og reglum um jafnréttismál og taka tillit til fjölskylduábyrgðar starfsmanna þ.e. jafnvægis milli einkalífs og vinnu. Slíkur sveigjanleiki byggist á virðingu hver fyrir öðrum, samstarfi og trúnaði milli yfirmanns og undirmanns.
Launamál
Við leggjum áherslu á að vera samkeppnishæf á vinnumarkaðinum og greiða fyrir störf hjá sveitarfélaginu til samræmis við sambærileg störf á markaðnum
Samþykkt af sveitarstjórn 27. febrúar 2008
Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri