Ávarp sveitarstjóra

 Velkominn á heimasíðu Flóahrepps sem tekin var í notkun 16. febrúar 2007. Stefnt er að því að síðan innihaldi alhliða upplýsingar fyrir alla þá sem áhuga hafa á sveitarfélaginu og málefnum þess.

 

 

Það var fyrirtækið Aicon á Selfossi sem hannaði heimasíðuna og sá um uppsetningu hennar. Síðunni er ætlað að vera aðgengileg og þægileg í notkun enda sjálfsögð krafa íbúa í nútímasamfélagi að geta nálgast allar upplýsingar sem viðkemur stjórnsýslu, þjónustu og afþreyingu í hverju sveitarfélagi á einfaldan og auðveldan máta.

 

 
Það má endalaust lagfæra og breyta enda síðunni ætlað að vera lifandi og síbreytileg. Það verður þó ekki gert nema með aðstoð frá íbúum og velunnurum sveitarfélagsins um hvað megi betur fara svo og ábendingar um ýmislegt sem er á döfinni hverju sinni.

 

 

Síðan www.floahreppur.is er þannig uppbyggð að öllum stofnunum Flóahrepps er gert jafnhátt undir höfði. Þannig eru tenglar inn á hverja stofnun þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um hverja þeirra fyrir sig. Á forsíðu verða fréttir og tilkynningar, ásamt ýmsu öðru efni.

 

 Með von um ánægjulega heimsókn á heimasíðu Flóahrepps.

 

  Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri.