Staðardagskrá 21 – Hvað er nú það?

Staðardagskrá 21 er í raun velferðaráætlun sem sveitarfélög vinna að, hvert um sig, þar sem horft er á þróun samfélagins til langs tíma og sett niður áætlun um þau verkefni sem þarf að hrinda í framkvæmd.

Nánar tiltekið er hér um að ræða áætlun um þau verk sem vinna þarf í hverju samfélagi um sig til að nálgast markmiðið um sjálfbæra þróun á 21. öldinni, þ.e.a.s. þróun sem tryggir komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði.

Staðardagskrá 21 er með öðrum orðum heildaráætlun um þróun hvers samfélags um sig fram á 21. öldina. Áætlunin snýst ekki eingöngu um umhverfismál í venjulegum skilningi, heldur er henni ætlað að taka jafnframt tillit til efnahagslegra og félagslegra þátta.

Eftirfarandi fimm atriði hafa verið skilgreind sem meginþættir eða vegvísar fyrir Staðardagskrárstarfið:

·         Heildarsýn og þverfagleg hugsun

·         Virk þátttaka íbúanna

·         Hringrásarviðhorf

·         Tillit til hnattrænna sjónarmiða

·         Áhersla á langtímaáætlanir

Þetta verkefni hefur verið í gangi hér á landi frá árinu 1998 og hefur meirihluti íslenskra sveitarfélaga tekið þátt í þessu starfi.

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur ákveðið að taka þátt í þessu verkefni og móta þar með velferðaráætlun sveitarfélagsins til langs tíma.

Skipuð hefur verið sérstök nefnd sem stýrir vinnunni en lögð er mikil áhersla á þátttöku almennings í sveitarfélaginu og íbúarnir komi sínum hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri í vinnunni.

Val á málaflokkum – fimm veigamestu!??

 Eins og komið hefur fram er að hefjast vinna við mótun Staðardagskrár 21 fyrir Flóahrepp. Um er að ræða velferðaráætlun þar sem horft er á þróun samfélagsins til langs tíma og sett niður áætlun um þau verkefni sem þarf að hrinda í framkvæmd.

Staðardagskrárnefnd sér um undirbúninginn og hefur ákveðið að leita til lesenda vefjarins www.floahreppur.is um að taka þátt í könnun um hvaða málaflokka þeir vilja að teknir verði fyrir í Staðardagskránni. Hér að neðan eru hugmyndir að málaflokkum sem hugsanlegt er að taka fyrir. Lesendur eru beðnir um að tilgreina 5 málaflokka sem þeir vilja sjá fjallað um og senda val sitt með tölvupósti á netfangið: sd21.floa@gmail.com  fyrir 15. janúar 2009.

Niðurstöður úr þessari könnun verða hafðar til hliðsjónar við endanlegt val á málaflokkum.

Allar nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Hafliðason, formaður Staðardagskrár­nefndarinnar í síma 4823346 eða netfang: sd21.floa@gmail.com

Allir eru hvattir til að taka þátt og hafa þannig áhrif á mótun samfélagsins sem við búum í!

Hugmyndir að málaflokkum, merktu aðeins við þá 5 sem þér finnst mestu máli skipta:

Drykkjarvatn Hafið
Fráveitumál Útivist
Hávaði og loftmengun Umferð og flutningar
Menningarminjar Ræktun
Umhverfisfræðsla Málefni barna og unglinga
Náttúra og umhverfi Matvælaframleiðsla
Skipulagsmál Stofnanir sveitarfélagsins
Úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum Landgræðsla
Meindýraeyðing Efnistaka – Námur
Orkunýting Neysla og lífstíll

Skógrækt

Auðlindanotkun

Opinber innkaup Atvinnulífið

Annað: Hvað?