Saga og starf
Kvenfélag Hraungerðishrepps var stofnað 5. mars 1933 í Þingborg. Stofnendur voru 23. Í dag eru félagskonur 30.
Almennir félagsfundir eru 4 á ári. Fastar nefndir eru 3 auk þess er fulltrúi í húsnefnd Félagsheimilis Þingborgar
Tilgangur félagsins er að láta gott af sér leiða í líknar- og menningarmálum, einkum þeim er hreppsbúa varðar.  Félagið hefur á undanförnum árum styrkt leik- og grunnskóla til kaupa á ýmsum búnaði er koma börnum til góða.
Einnig hefur það stutt þá sem um sárt eiga að binda.
Kvöldvaka er á vorin í samvinnu í samvinnu við Kvenfélag Villingaholts- og Gaulverjabæjarhrepps. Þessi þrjú félög standa einnig sameiginlega fyrir skemmtiferð fyrir eldri borgara á haustin og aðventukaffi í byrjun desember. Félagskonur fara því sem næst árlega í gönguferð á vorin og skemmtiferð á haustin. Haldin eru námskeið og fyrirlestrar að óskum félaga.