Fjör í Flóa
Fjölskyldu- og menningarhátíð í Flóahreppi. 1. – 3. júní 2012
Föstudagur 1. júní
Kl. 10:00 – 12:00 Leikskólinn Krakkaborg Opið hús, allir velkomnir að sjá börn í leik og starfi, einnig hægt að skoða listaverk eftir börnin.
Kl. 10:00 – 13.00 Skrifstofa Flóahrepps Opið hús, allir velkomnir, ljósmyndir af ýmsum atburðum í Flóahreppi til sýnis.
KL.13:00-18:00 Búbót bændaverslun Gömlu-Þingborg Opin föstudag, laugardag og sunnudag.
Á laugardeginum verður boðið uppá að smakka grillað nautakjöt kl. 14:00-16:00.
Vörukynningar og smakk alla helgina.
Kl. 13:00 – 18:00 Tré og list í Forsæti III Myndlistasýning Grétu Gísladóttur Glansmynd af sumri.
Tré og list fagnar 5 ára afmæli í sumar. Margir listamenn hafa haldið farandsýningar hjá okkur á þessum tíma og fengið verðskuldaða athygli. Stolt okkar eru verk Siggu á Grund, tréskurður á heimsmælikvarða, en þau eiga sinn fasta samastað í Tré og list. Aðgangur kr. 500 meðan hátíðin Fjör í Flóa stendur, frítt fyrir börn og unglinga.
Kl. 11:00 – 18:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu Heitt á könnunni og svaladrykkur. Verið velkomin, gestgjafar: Sóley Andrésdóttir og Björgvin Njáll Ingólfsson.
Kl. 13:00 – 18:00 Ullarvinnslan í Þingborg (Gamla Þingborg) Opið hús.
Kl. 23:00 Þjórsárver – Ball með Stuðlabandinu Aðgangseyrir kr. 2000.
Kl. 20:00 Flóðgáttin Hátíð við Flóðgátt vegna 85 ára afmælis Flóaáveitunnar og opnunar á vegslóða að Flóðgáttinni. Að lokinni dagskrá við Flóðgátt verða kaffiveitingar í Þingborg í boði Áveitufélagsins.
Laugardagur 2. júní
Kl. 9:00 – 12:00 Félagslundur Morgunmatur í boði Fjörs í Flóa og fyrirtækja á Suðurlandi. Allir velkomnir í notalega samverustund og kjarngóðan morgunmat. Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps sér um morgunmatinn. Kvenfélagið verður með kökubasar á staðnum og einnig verða þjóðbúningar til sýnis. Andlitsmálun og leikir fyrir börn. Sigrún Sigurðardóttir í Súluholti verður með myndlistarsýningu. Verkin verða til sölu.
Kl. 9:30 – Hlaupið að Félagslundi Hlaupið verður frá Sundhöllinni á Selfossi í Félagslund, 14 km.
Kl. 9:00 – 12:00 Gaulverjaskóli – Farfuglaheimili Opið hús hjá þeim hjónum Oddnýju Guðmundsdóttur og Gesti Kristinsyni. Þau breyttu barnaskólanum í glæsilegt farfuglaheimili.
Kl. 11:30 Gaulverjabæjarkirkja Barna- og fjölskylduguðþjónusta hjá sr. Óskari Hafsteini Óskarssyni og Sveini Valgeirssyni.
Kl. 11:00 – 17:00 Hraungerðiskirkja Kynning á nýlokinni endurgerð og viðgerðum á kirkjunni.
Kl. 11:00 – 18:00 Sveitabúðin Sóley Í Tungu. Heitt á könnunni og svaladrykkur. Verið velkomin, gestgjafar: Sóley Andrésdóttir og Björgvin Njáll Ingólfsson.
Kl. 11:00 – 18:00 Ullarvinnslan í Þingborg (Gamla Þingborg)
Langþráðarspunakeppni á halasnældu, allir velkomnir.
Kl. 12:00 – 15:00 Lambastaðir Opið hús þar sem gestum er boðið að skoða nýtt gistiheimili.
Kl. 12:00 – 18:00 Þingborg Ýmis dýr, stór og smá, til sýnis og ungar skríða úr eggjum. Einnig verða handverk og listmunir til sýnis og sölu innandyra. Gamlir bílar og verkfæri til sýnis á planinu. Kvenfélag Villingaholtshrepps verður með nytjamarkað. Kvenfélag Hraungerðishrepps verður með hlutaveltu og blómasölu og sér einnig um kaffisölu á staðnum.
Kl. 13:00 Torfærukeppni í Súluholtsgryfjum Stefán Ólafsson tekur við skráningum og veitir nánari upplýsingar í síma 825-0679
Kl. 14:00 Þingborg – Ingó Veðurguð mætir á staðinn og spilar nokkur lög. Einnig verða leikir að hætti umf. Baldurs og andlitsmálning verður á staðnum.
Kl. 15:30 Smalahundasýning í Þingborg – Smalahundafélag Árnessýslu sýnir listir sínar við smalamennsku.
Kl. 13:00 – 18:00 Tré og list í Forsæti III Opið hús á verkstæði Ólafs. Þar verða þau Sigga á Grund og Ólafur við vinnu og spjall. Myndlistasýningin Grétu Gísladóttur, Glansmynd af sumri. Aðgangur kr. 500 meðan hátíðin Fjör í Flóa stendur, frítt fyrir börn og unglinga.
Kl. 20:30 Kvöldvaka í Félagslundi Heiðmar Ingi Jónsson verður með kirkjukórinn, einsöngur Sigurður Torfi Guðmundsson. Þjóðdansahópurinn Sporið mun sýna þjóðdansa. Ungmennafélagið Vaka mun sýna stutt leikverk í léttum dúr. Léttar veitingar til sölu. Allir velkomnir, aðgangseyrir kr. 1000.
Sunnudagur 3. júní
Kl. 10:00 Neistastaðahlaupið/gangan – Mæting í Þingborg. Farið svokallaðan Neistastaðahring. Hægt er að hlaupa/ganga mismunandi vegalengdir. Heitu pottanir í Þingborg opnir eftir hlaupið/gönguna.
Kl. 11:00 – 14:00 Nýtt véla og sprautuverkstæði í hlöðunni í Kolsholti verður til sýnis. Kaffi á könnunni
Kl. 11:00 – 18:00 Sveitabúðin Sóley Í Tungu . Heitt á könnunni og svaladrykkur. Verið velkomin, gestgjafar: Sóley Andrésdóttir og Björgvin Njáll Ingólfsson.
Kl. 11:00 – 13:00 Ferðamannafjárhús Egilstaðakoti Opið hús. Gestum gefst tækifæri á að skoða aðstöðuna og kynna sér starfsemina. Súpa í boði hússins.
Kl. 12:00 – 17:00 Þingborg Ýmis dýr, stór og smá, til sýnis og ungar skríða úr eggjum. Einnig verða handverk og listmunir til sýnis og sölu innandyra. Gamlir bílar og verkfæri til sýnis á planinu. Kvenfélag Villingaholtshrepps verður með nytjamarkað. Kvenfélag Hraungerðishrepps verður með hlutaveltu og blómasölu og sér einnig um kaffisölu á staðnum.
Kl. 13:00 – 18:00 Ullarvinnslan í Þingborg (Gamla Þingborg) Opið hús.
Kl. 13:00 – 17:00 Ölvisholt Opið hús fyrir gesti og gangandi. Þar má skoða lausagönguhesthús / opið hesthús ásamt sjálfvirku fóðurkerfi fyrir hey og kjarnfóður sem henta jafnt fyrir reiðhesta í lausagöngu og í stíum en ennfremur fyrir útigang. Hesthúsið er búið að vera í notkun í þrjú ár. Einnig má hafa samband í síma 856-1132 og koma á öðrum tímum ef það hentar betur.
Kl. 13:00 – 18:00 Tré og list í Forsæti III Opið hús á verkstæði Ólafs. Þar verða þau Sigga á Grund og Ólafur við vinnu og spjall. Myndlistasýningin Grétu Gísladóttur Glansmynd af sumri. Aðgangur kr. 500 meðan hátíðin Fjör í Flóa stendur, frítt fyrir börn og unglinga.
Kl. 13:30 Hraungerðiskirkja Fyrsta messa eftir endurbætur á kirkjunni. Prestur séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson.
Kl. 14:00 – 17:00 Þjórsárver Barnaskemmtun. Pollapönk mætir á svæðið kl. 14:00. Kvenfélag Villingaholtshrepps verður með kaffihlaðborð.
Kl. 14:00 – 18:00 Ferðaþjónustan Vatnsholti Opið hús hjá Jóhanni Helga og Margréti.
Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að nýta sér þær gönguleiðir sem í sveitarfélaginu eru um helgina. Uppdrætti með merktum gönguleiðum má nálgast í félagsheimilum Flóahrepps alla helgina.
Undirbúningsnefnd Fjörs í Flóa býður gesti velkomna og vonast til að allir njóti þeirra flottu viðburða sem í boði eru, sjón er sögu ríkari.