Janúar

Þrettándagleði umf. Þjótandi hefur haldið þrettándagleði í upphafi árs í einu af félagsheimilum sveitarfélagsins. Oftast er kveikt er í brennu eða bálkesti, flugeldum er skotið á loft og spilað bingó. 

IMG_0866Þrettándagleði - Bingó

Við í Flóahreppi höldum þorrann að sjálfsögðu hátíðlegan, með mat, drykk og skemmtun. Haldin eru þrjú þorrablót í hreppnum, í Félagslundi, Þingborg og Þjórsárveri. Öll ættu því  að getað blótað þorrann að gamlri hefð. 

Þorrablót í Þjórsárveri 2014 - Ólafur Sigurjónsson

Þorrablót - Ólafur Sigurjónsson

Þorrablót 2014 - Ólafur Sigurjónsson Þorrablót-Ólafur Sigurjónsson

 

Febrúar/Mars

Folaldasýning. Hrossaræktarfélög hraungerðis- og Villingaholtshrepps halda á hverju ári folaldasýningar þar sem félagsmönnum gefst tækifæri á að sýna folöldin sín. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. 

Apríl

Í kringum páska er margt um að vera í sveitafélaginu, páskamessur, bingó og fleira. 

Messur eru í Gaulverjabæjarkirkju, Hraungerðiskirkju, Laugardælakirkju og Villingaholtskirkju. 

Páskabingó er haldið af Ungmennafélaginu Þjótanda.

Páskaeggjaskákmót - Ágúst Valgarð ÓlafssonPáskaeggjaskákmót 2014- Ágúst Valgarð Ólafsson

Flóahlaup, er hluti af götu og víðavangshlaupi Íslands og fer fram í apríl ár hvert. Vegalengdirnar eru 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku og veitt eru verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Hlaupin er svokallaður Vorsæbæjarhringur frá Félagslundi. Hlaupið hefur verið haldið síðan 1979 en fyrstu árin var hlaupið í bæjarhlaðinnu í Vorsabæ og á Vorsabæjarhóli. Það var svo upp úr 1992 sem þátttakendum fjölgaði og hlaupið þá flutt að Félagslundi. Markhús Ívarsson frá Vorsabæjarhóli er upphafsmaður hlaupsins og er það oft kallað Kökuhlaup Markúsar“ því boðið er upp á glæsilegt kökuhlaðborð að loknu hlaupi í Félagslundi.

Flóahlaup_1Flóahlaup_Kári_Markús

 

Víðavangshlaup Þjótanda, er haldið á bökkum Þjórsár á fyrsta degi sumars. Skráning fer fram á staðnum og er fólk beðið að athuga að fara ekki af stað í hlaupið fyrr en það hefur skráð sig. Að hlaupi loknu er boðið upp á verðlaunapening og hressingu.  Öll eru velkomnin að koma, taka þátt í hressandi hlaupi og fagna fyrsta degi sumars.

Víðavangshlaup umf. Vöku Víðavangshlaup Vöku

 

Maí

Fjör í Flóa, fjölskyldu- og menningarhátíðin Fjör í Flóa í Flóahreppi er haldin ár hvert um mánaðarmótin maí/júní. Dagkráin hefst á föstudegi og stendur til sunnudags. Alla dagana er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna, má þar nefna ýmsar uppákomur eins leiksýningar, barnamessa, barnaskemmtun, gönguferð undir leiðsögn, sýningar auk markaða og fjölmargt fleira.

Fjör í Flóa

kaffibrúsakarlarnir

 KrakkafjörSumar og sól

 

 

 

 

 

 

Júní

Þjóðhátíðadagur Íslendinga, 17. júní er haldin hátíðlegur í sveitafélaginu, keppt er í allskyns íþróttum, farið í leiki og fjallkona stígur á stokk. Þegar veður er gott er hátíðin haldin í Einbúa, útivistarsvæði ungmennafélagsins en til vara eru félagsheimilin nýtt. 

Kvenfélögin og ungmennafélögin standa fyrir dagskránni.


Fjallkona

17. júní 2014

 

 

 

Íþróttamót051

 

Júlí/Ágúst

 

 

Hjólarallý

Hjólarallý 1

Hjólarallý 2

Hjólarallý 3

September

Ungmennafélagsreiðtúr Þjótanda Á ári hverju stendur Ungmennafélagið Þjótandi fyrir útreiðatúr hér í Flóahreppi. Reiðtúrin miðast við að sem flestir geti tekið þátt, ungir sem aldnir.

Reiðtúr umf. Vöku Reiðtúr 

Réttir, eru ein elsta menningarhefð okkar Íslendinga en sú hefð að reka fé upp á fjöll yfir sumartímann kom til vegna þess að bændur þurftu að framleiða hey fyrir vetramánuðina og nota túnin sín til þess. Á fjöllum fær féið tækifæri til að borða allskyns fjallagrös og ganga frjálst ferða sinna. Um miðjan september fara bændur upp á fjall og smala fénu niður í réttirnar. Flóa- og Skeiðamenn draga fé sitt í Reykjaréttum. 

Reykjaréttir (eða Skeiðaréttir) eru fjárréttir Flóa- og Skeiðamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Reykjaréttir eru skammt fyrir sunnan bæinn Reyki á Skeiðum. Reykjaréttir voru byggðar úr hraungrjóti úr Þjórsárhrauni árið 1881. Þær voru lengi vel fjárflestu réttirnar á Suðurlandi ásamt því að vera mannflesti samkomustaður á Suðurlandsundirlendinu.  Á aldarafmæli Reykjarétta eða árið 1981 voru réttirnar hlaðnar upp að nýju og færðar til upprunalegs útlits. Veggirnir eru u.þ.b. 1,5 m háir, hlaðnir úr hraungrýti og tyrfðir ofan. Við hliðina á réttunum er gríðarstór nátthagi, girtur hringlaga hraungrýtisgarði. Það er frábær skemmtun og mikil upplifun að taka þátt í réttum. Auk þess er Reykjarétt virkilega fallegt mannvirki og þess virði að skoða.

RéttirRéttir 2013

 

Reykjaréttir

Réttir 3

 

 

Október/Nóvember 

Hin árlega Tónahátíð félagsheimilanna er haldin á haustin og fara þar fram tónlistarviðburðir sem haldnir eru í félagsheimilunum þremur, Félagslundi, Þingborg og Þjórsárveri.

Tónahátíð 2013 - KK & Maggi KjartansTónahátíð - Ólafur Sigurjónsson

 

Valdimar í þingborg

 

 

 

 

 

 

 

Dagur íslenskrar tungu, er haldin hátíðlegur um allt land á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Á þeim degi er þjóðin hvött til að leggja sérstaka rækt við íslenskt mál og beina athygli sinni að stöðu tungunnar og gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. 

042049

054 057

 

Desember

Í Desember  er margt manninn í sveitarfélaginu, það eru meðal annars haldin aðventukvöld, jólaföndur,  skötuveisla, hátíðarmessur, jólaböll og einnig má sjá jólasveina á vappi.

Skötuveisla Þjótanda Ungmennafélagið Þjótandi stendur fyrir hinni geysivinsælu skötuveislu á Þorláksmessu. Boðið er upp á gæða skötu ásamt meðlæti, einnig er boðið upp á saltfisk fyrir þá sem kjósa og kaffi og konfekt eftir matinn. Það jafnast ekkert á við það að taka sér hvíld frá jólaösinni gæða sér á skötu.

Skötuveisla ÞjórsárveriSkötuveisla

 

 

Jólaball. Kvenfélögin í hreppnum halda árlega jólaball með tilheyrandi gleði. 

017IMG_6944

IMG_6963

IMG_6959