5. mars 2007

Merking skólabifreiða

Allar skólabifreiðar á vegum Flóahrepps hafa nú verið merktar sem slíkar.  Vegfarendur vita því hvar skólabörn eru á ferð og geta því sýnt varfærni og tillitssemi í umferðinni.  Við vonumst til að þetta auki öryggi skólabarna í umferðinni enn frekar. 
1. mars 2007

Upplestrarkeppni og umferðarhátíð!

Við minnum á hátíðardag í Flóaskóla á morgun! 
Upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk hefst kl. 9:30 og hátíð vegna umferðarátaks hefst kl. 11:00. 
23. febrúar 2007

Vel heppnuð skautaferð

Nemendur Flóaskóla fóru í vel heppnaða skautaferð í Egilshöll í Reykjavík í gær.

23. febrúar 2007

Umferðarátak í Flóaskóla

Eins og flestir vita er Flóaskóli Leiðtogaskóli í umferðarfræðslu á Suðurlandi.  Vikan 26. febrúar - 2. mars verður helguð umferðarátaksmálum í Flóaskóla.