16. nóvember 2007

Minnum á leikhúsferð Foreldrafél. Flóaskóla!

Á morgun, laugardaginn 17. nóvember, verður farið í leikhús til Reykjavíkur. Þeir nemendur og fjölskyldur þeirra sem pantað hafa miða er bent á að mæta við Flóaskóla kl. 12:00. Rúturnar fara af stað frá skólanum stundvíslega kl. 12:15. Leikhúsmiðum verður útdeilt kl. 12:00 samkvæmt pöntunum.
Góða skemmtun!
15. nóvember 2007

Dagur íslenskrar tungu

Flóaskóli heldur Dag íslenskrar tungu hátíðlegan föstudaginn 16. nóvember. Allir nemendur skólans munu koma fram á sal og lesa sögur, ljóð eða syngja og fara með leikið efni. Elstu nemendur leikskólans Krakkaborgar verða með í dagskránni.
17. október 2007

Samræmd próf

Samræmd próf fara fram í 4. og 7. bekk dagana 18. og 19. október. Prófað er í íslensku fimmtudaginn 18. október og stærðfræði föstudaginn 19. október.
17. október 2007

Könnun á líðan nemenda í Flóaskóla

Á námsmatsdegi 29. október mun starfsfólk Flóaskóla leggja könnun fyrir nemendur í 3.-7. bekk. Könnunin á að leiða í ljós almenna líðan nemenda í skólanum og er hluti af sjálfsmatsferli Flóaskóla. Önnur könnun, mun einfaldari í sniðum, verður lögð fyrir nemendur í 1.-2. bekk viku fyrr.
Nemendur geta fengið aðstoð forráðamanna sinna við að svara könnuninni, enda koma forráðamenn með öllum nemendum í viðtal á námsmatsdegi. Könnun sem þessi er nafnlaus og ekki hægt að rekja svör til einstakra svarenda. Öllum eyðublöðum er skilað í lokaðan kassa sem ekki er opnaður fyrr en allir hafa skilað af sér.
Sl. haust var gerð viðhorfskönnun meðal forráðamanna nemenda í Flóaskóla. Hún verður endurtekin á næsta ári.
22. ágúst 2007

Innkaupalisti fyrir Flóaskóla

Hér má sjá innkaupalista fyrir Flóaskóla.
\vefsidan\Data\MediaArchive\innkaupalistar haust 07.doc
24. maí 2007

Til minnis vegna vordaga í Flóaskóla!

Fimmtudagur 24. maí:  Starfsdagur kennara - frí hjá nemendum.
Föstudagur 25. maí:  Íþróttadagur, tónleikar og grillveisla.
Mánudagur 28. maí:  Annar í hvítasunnu - frídagur.
Þriðjudagur 29. maí:  Menningarferð til Reykjavíkur.  Sjá blað sem sent var heim með nemendum.
Miðvikudagur 30. maí:  Fjöruferð í Stokkseyrarfjöru.  Allir í stígvélum og í hlífðarbuxum.  Ruslatínsla við skólann þegar við komum til baka.
Fimmtudagur 31. maí:  Skólaslit kl. 14:00, kaffi á eftir.
24. apríl 2007

Foreldrakaffi

Forráðamönnum nemenda í Flóaskóla er boðið í foreldrakaffi fimmtudaginn 26. apríl kl. 10:00 í skólanum.  Forráðamönnum gefst tækifæri til að heimsækja nemendur í skólastofur, fylgjast með kennslunni og hittast og spjalla.  Skólastjóri verður með stutta kynningu á skipulagi næsta skólaárs kl. 10:30.  Foreldrar verðandi 1. bekkinga eru sérstaklega boðnir velkomnir, en leikskólabörnin verða einmitt í skólaheimsókn á þessum tíma.  Heitt á könnunni!
24. apríl 2007

Skólamyndataka

Skólamyndir verða teknar af öllum bekkjum Flóaskóla föstudaginn 27. apríl.  Það er fyrirtækið Filmverk á Selfossi sem sér um myndatökuna.
4. apríl 2007

Myndasíða Flóaskóla

Flóaskóli heldur úti myndasíðu á netinu fyrir myndir úr skólalífinu.  Slóðin á síðuna er www.fotki.com/floaskoli