30. september 2008

Tveir Flóaskólanemar meðal 10 vinningshafa

Vísindavaka 2008 var haldin föstudaginn 26. september í Reykjavík. Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS, stóð fyrir Vísindavöku en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins og styrkt af Evrópusambandinu
7. september 2008

Æfingar barna í 1. – 4. bekk

Flóaskóli og ungmennafélögin þrjú í ætla að hefja samstarf vegna íþróttaæfinga
20. júní 2008

Skýrsla fræðslunefndar

Niðurstöður íbúarfundar um skólamál sem haldinn var í Flóaskóla 17. apríl s.l. má sjá í skýrslu fræðslunefndar hér.


21. apríl 2008

Flóaskóli í Norræna skólahlaupinu

Nemendur og starfsfólk Flóaskóla tóku í dag þátt í Norræna skólahlaupinu. Hlaupnir voru 2,5 km eftir Villingaholtsvegi í afbragsgóðu veðri. Norræna skólahlaupið fer fram á hverju skólaári á öllum Norðurlöndunum, en með því er leitast við að hvetja nemendur til að æfa hlaup og aðrar íþróttir reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
11. apríl 2008

Nemendur úr Flóaskóla í úrslitakeppni

Flóaskóli í 3. sæti!

Hafsteinn Óskar Kjartansson, nemandi í 7. bekk Flóaskóla, náði þeim frábæra árangri að vera í 3. sæti í Stóru upplestrarkeppninni. Keppnin fór fram í Aratungu fimmtudaginn 10. mars. Hafsteinn keppti við nemendur úr Þjórsárskóla, Ljósuborg, Flúðaskóla og Grunnskóla Bláskógabyggðar. Keppendur fengu allir bókagjafir fyrir þátttökuna en auk þess fékk Hafsteinn peningagjöf. Við óskum Hafsteini innilega til hamingju með frábæran árangur. Hafsteinn Óskar býr á Uppsölum í Flóahreppi. Harpa Almarsdóttir frá Lambastöðum tók einnig þátt fyrir hönd Flóaskóla og stóð sig mjög vel og bæði voru þau Flóaskóla til mikils sóma.


21. janúar 2008

Fræðslufundur fyrir forráðamenn

Foreldrafélag Flóaskóla stendur fyrir fræðslufundi fyrir forráðamenn nemenda fimmtudagskvöldið 24. janúar kl. 20 í Flóaskóla. Jón Páll Hallgrímsson frá Regnbogabörnum kemur og ræðir um einelti meðal skólabarna.
Við hvetjum forráðamenn til að fjölmenna á þennan áhugaverða fræðslufund. Enginn aðgangseyrir - heitt á könnunni!
Stjórn Foreldrafélags Flóaskóla.
1. janúar 2008

SKÓLABYRJUN 2008

Gleðilegt nýtt ár 2008!
Kennarar mæta á fyrsta starfsdag á nýju ári miðvikudaginn 2. janúar. Nemendur mæta í skólann fimmtudaginn 3. janúar samkvæmt stundaskrám.
Ég hlakka til að hitta ykkur öll,
-Kristín Sigurðardóttir, skólastjóri.
29. nóvember 2007

Aðventukaffi í Flóaskóla – kveikt á jólatré

Þriðjudaginn 4. desember kl. 10:30 er forráðamönnum nemenda í Flóaskóla boðið í aðventukaffi í skólann. Kaffi og piparkökur á boðstólnum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir forráðamenn að heimsækja börn sín í kennslustundir, hitta aðra foreldra og starfsfólk skólans og spjalla.
Sama dag kl. 11:15 verður kveikt á jólatré fyrir utan skólann, en tréð er gjöf til Flóaskóla frá Skógræktarfélagi Gaulverjabæjarhrepps.
16. nóvember 2007

Minnum á leikhúsferð Foreldrafél. Flóaskóla!

Á morgun, laugardaginn 17. nóvember, verður farið í leikhús til Reykjavíkur. Þeir nemendur og fjölskyldur þeirra sem pantað hafa miða er bent á að mæta við Flóaskóla kl. 12:00. Rúturnar fara af stað frá skólanum stundvíslega kl. 12:15. Leikhúsmiðum verður útdeilt kl. 12:00 samkvæmt pöntunum.
Góða skemmtun!