Niðurstöður íbúarfundar um skólamál sem haldinn var í Flóaskóla 17. apríl s.l. má sjá í skýrslu fræðslunefndar hér.
Flóaskóli í 3. sæti!
Hafsteinn Óskar Kjartansson, nemandi í 7. bekk Flóaskóla, náði þeim frábæra árangri að vera í 3. sæti í Stóru upplestrarkeppninni. Keppnin fór fram í Aratungu fimmtudaginn 10. mars. Hafsteinn keppti við nemendur úr Þjórsárskóla, Ljósuborg, Flúðaskóla og Grunnskóla Bláskógabyggðar. Keppendur fengu allir bókagjafir fyrir þátttökuna en auk þess fékk Hafsteinn peningagjöf. Við óskum Hafsteini innilega til hamingju með frábæran árangur. Hafsteinn Óskar býr á Uppsölum í Flóahreppi. Harpa Almarsdóttir frá Lambastöðum tók einnig þátt fyrir hönd Flóaskóla og stóð sig mjög vel og bæði voru þau Flóaskóla til mikils sóma.