17. september, 2021

Dagur íslenskrar náttúru og uppskeruhátíð í Krakkaborg.

Dagur íslenskrar náttúru í Krakkaborg. Leikskólinn Krakkaborg fagnaði degi íslenskrar náttúru 16. september 2021 með myndarlegri uppskeruhátíð. Nemendur buðu upp á smakk úr afurðum sem hafa […]
17. september, 2021

Grænfánaviðurkenning í Flóaskóla á degi íslenskrar náttúru.

Dagur íslenskrar náttúru, 16. september 2021 var haldinn hátíðlegur í Flóaskóla á táknrænan hátt. Flóaskóli flaggaði í fyrsta sinn Grænfánanum sem er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem er […]
21. nóvember, 2008

Föndurdagur í leikskóla

Breyting verður á föndurdegi foreldrafélagsins á skóladagatali Krakkaborgar. Í stað þess að föndurdagurinn verði föstudaginn 28 nóvember verður hann miðvikudaginn 26 nóvember klukkan 14:00.

5. febrúar, 2008

Fyrsti fundur umhverfisráðs

Á síðasta starfsmannafundi var ákveðið að kjósa í umhverfisráð leikskólans. Hlutverk ráðsins er að skipuleggja og stýra Grænfánavinnunni í leikskólanum. Í ráðinu situr Þórdís Bjarnadóttir leikskólastjóri, Judith Jónsdóttir fulltrúi Strumpadeildar, Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir fulltrúi Tígradeildar og Margrét Einarsdóttir fulltrúi Bangsadeildar.

3. maí, 2007

Áskorun til Vegagerðar Ríkisins.

Það var okkur hér í leikskólanum Krakkaborg mikið gleðiefni þegar við sáum að ábúendur á Skeggjastöðum í Flóahreppi höfðu lagt fram beiðni til Vegagerðar um að gera göng undir þjóðveg 1, við landareign þeirra. 
26. apríl, 2007

Tónlist í Krakkaborg

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá Julian kórstjóra í Þorlákshöfn.  Julian sér um kórastarf í leikskólanum í Þorlákshöfn.  Hann kom hingað til að fræða okkur starfsfólkið meira um tónlistarstarf með börnum og hvernig við getum haldið áfram okkar vinnu í kórastarfinu.  Svo aðstoðaði hann okkur með kórinn inn í listakrók, söng með okkur, spilaði fyrir okkur og fór í leiki með okkur.  Við höfum öll áhuga á meira samstarfi næsta vetur. 

22. febrúar, 2007

Frá Krakkaborg

Foreldrakynningarkvöld. Miðvikudaginn 21.mars kl. 20:30 verður annað foreldrakynningarkvöld í leikskólanum. Það kvöld viljum við bjóða foreldra velkomna í leikskólann og skoða það starf sem fer fram þar.
22. febrúar, 2007

Fréttir frá Krakkaborg

Kæru foreldrar! Nú er að fara af stað þemavinna hjá okkur í Krakkaborg og ætlum við að taka litina fyrir að þessu sinni. Þá vinnum við með einn lit í einu og höfum hann að leiðarljósi í eina viku í senn.
25. janúar, 2007

Krakkafréttir janúar 2007

Jæja kæru foreldrar nú er komið að því að skrifa smá fréttir héðan úr leikskólanum þó fyrr hefði verið. Vil ég byrja á því að óska ykkur öllum gæfu og gleði á nýju ári með þökkum fyrir samstarfið á liðnum árum.