Breyting verður á föndurdegi foreldrafélagsins á skóladagatali Krakkaborgar. Í stað þess að föndurdagurinn verði föstudaginn 28 nóvember verður hann miðvikudaginn 26 nóvember klukkan 14:00.
Á síðasta starfsmannafundi var ákveðið að kjósa í umhverfisráð leikskólans. Hlutverk ráðsins er að skipuleggja og stýra Grænfánavinnunni í leikskólanum. Í ráðinu situr Þórdís Bjarnadóttir leikskólastjóri, Judith Jónsdóttir fulltrúi Strumpadeildar, Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir fulltrúi Tígradeildar og Margrét Einarsdóttir fulltrúi Bangsadeildar.
Í dag fengum við skemmtilega heimsókn frá Julian kórstjóra í Þorlákshöfn. Julian sér um kórastarf í leikskólanum í Þorlákshöfn. Hann kom hingað til að fræða okkur starfsfólkið meira um tónlistarstarf með börnum og hvernig við getum haldið áfram okkar vinnu í kórastarfinu. Svo aðstoðaði hann okkur með kórinn inn í listakrók, söng með okkur, spilaði fyrir okkur og fór í leiki með okkur. Við höfum öll áhuga á meira samstarfi næsta vetur.
Jæja kæru foreldrar nú er komið að því að skrifa smá fréttir héðan úr leikskólanum þó fyrr hefði verið. Vil ég byrja á því að óska ykkur öllum gæfu og gleði á nýju ári með þökkum fyrir samstarfið á liðnum árum.