Þjórsársveitir kynntu í dag markmið mitt sitt um nýtingu orku Þjórsár til atvinnuuppbyggingar í orkufrekum iðnaði við uppsprettu orkunnar. Þjórsársveitir eru verkefni sem Framkvæmdanefnd Þjórsársveita stendur fyrir en nefndin er skipuð af sveitarstjórnum sveitarfélaga sem eiga lönd að bökkum Þjórsár. Sveitarfélögin eru: Ásahreppur, Flóahreppur, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Síðastliðin tvö ár hefur Flóahreppur leitað tilboða í bólusetningar á sauðfé og ormahreinsun hunda og katta með því móti að sveitarfélagið hefur samið við verktaka um framkvæmd verksins en eigendur búfjár hafa greitt kostnað sem til fellur.
Ekki fundust áhugasamir um verkið nú í haust þannig að sveitarstjórn vill hvetja fjáreigendur til að leita til síns dýralæknis um þessa þjónustu.
Tilnefndir hafa verið fulltrúar í sameiginlega rekstrarstjórn félagsheimila Flóahrepps af eigendum þeirra, ungmennafélögum, kvenfélögum og sveitarstjórn.
Nefndina skipa þau Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir, Anný Ingimarsdóttir, Sigurbára Rúnarsdóttir, Helgi Sigurðsson og Aðalsteinn Sveinsson sem jafnframt verður formaður nefndarinnar.
Menntamálaráðherra mun á næstu vikum fara um landið og kynna nýja menntastefnu og ný lög um þrjú skólastig og menntun kennara. Fundaherferðin hófst með velheppnuðu Menntaþingi í Háskólabíói 12. september sem yfir 800 manns sóttu, hlýddu á kynningar á nýrri stefnu og tóku þátt í líflegum umræðum í málstofum.
Gengið hefur verið frá sölu á Gaulverjaskóla. Nýjir eigendur hyggjast bjóða upp á svefnpokapláss og aðra aðstöðu fyrir ferðamenn í húsnæðinu.