24. febrúar 2010

Fundur sveitarstjórnar 24. febrúar 2010

24. febrúar 2010

Köttur á flækingi

Í Vatnsholti er búinn að vera köttur í heimsókn í um 3 vikur. Þetta er gæfur köttur, vanur mönnum og hrossum. Upplýsingar eru í síma 486-3404.
19. febrúar 2010

Styrkir til löglegra framboða

Sveitarstjórn hefur samþykkt að veita styrki til löglegra framboða í Flóahreppi vegna næstu sveitarstjórnarkosninga, kr. 70.000 hvert.

Einnig fá framboðslistarnir félagsheimili sveitarfélagsins endurgjaldslaus fyrir íbúafundi til kynningar á sínum málefnum í samráði við húsverði félagsheimilanna.

19. febrúar 2010

Samþykktir um stjórn og fundarsköp

Samþykkt hefur verið að sveitarstjórnarmenn verði fimm í stað sjö á næsta kjörtímabili.
18. febrúar 2010

Héraðsþing HSK

88. héraðsþing HSK verður haldið í Þingborg laugardaginn 13. mars nk. og hefst kl. 10:00. Héraðssambandið Skarphéðinn fagnar 100 ára afmæli í ár. Þingið er því afmælisþing Skarphéðins og verður þessarra miklu tímamóta minnst sérstaklega á þinginu.

8. febrúar 2010

Steypuvinna við Flóaskóla

Platan yfir 1. hæð á viðbyggingu við Flóaskóla var steypt í dag, mánudag 8. febrúar, ásamt stiga á milli hæða. Meðfylgjandi mynd sýnir framkvæmdirnar.

5. febrúar 2010

Framkvæmdir við Flóaskóla

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur fallist á kostnaðarþátttöku Jöfnunarsjóðs í I. áfanga framkvæmdar við Flóaskóla sem nemur 46,4% af áætluðum heildarkostnaði verksins.

5. febrúar 2010

Aðalskipulag í Flóahreppi

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 3. febrúar s.l. var tekið fyrir erindi Umhverfisráðuneytis dags. 29. janúar 2010 um aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018.
4. febrúar 2010

Grunnskólameistarar í glímu!

Flóaskóli á nú tvo grunnskólameistara í glímu en Grunnskólamót HSK var haldið í Reykholti 3. febrúar.   Flóaskóli sendi 5 keppendur á mótið og það voru þau Þorgils Kári Sigurðsson nemandi í 6. bekk (frá Kolsholti III) og Guðrún Inga Helgadóttir nemandi í 7. bekk (frá Súluholti) sem náðu þessum frábæra árangri.