15. september 2010

Tónleikaröð

Röð tónleika er fyrirhuguð í félagsheimilum Flóahrepps í október.

Byrjað verður á Ómari Ragnarssyni, Ragga Bjarna og félögum sem skemmta með söng og gríni í Þingborg 2. október. Skemmtunin byrjar kl. 21:00 og aðgangseyrir er 2.000 kr. Þeir sem vilja tryggja sér miða í tíma hafi samband við Ingibjörgu í síma 691-7082. Ómar og Raggi árita geisladiska á staðnum.

10. september 2010

Samræming smölunar

Matvælastofnun hefur sett reglur um tilhögun og samræmingu á smalamennsku og slátrun fjár sem smithætta kann að stafa af.
9. september 2010

Reykjaréttir

Réttað verður í Reykjaréttum á Skeiðum, laugardaginn 11. september.
2. september 2010

Áveitan í september

Fréttabréfið Áveituna fyrir septembermánuð má nú nálgast hér.

30. ágúst 2010

Atvinnu- og umhverfisnefnd

Fyrsti fundur atvinnu- og umhverfisnefndar Flóahrepps var haldinn fimmtudaginn 26. ágúst s.l. í Þingborg.
25. ágúst 2010

Sjálfboðavinna í Flóaskóla

Það var vaskur flokkur íbúa Flóahrepps og foreldra nemenda í Flóaskóla sem mætti í sjálfboðavinnu í skólann þriðjudagskvöldið 24. ágúst.  Hópurinn kom saman til að þrífa kennslustofur í nýbyggingunni og flytja húsgögn og lögðu þar með sitt af mörkum til að skólahald hefjist á réttum tíma.  Meðfylgjandi er mynd af hópnum í kaffipásu.  Skólasetning verður fimmtudaginn 26. ágúst kl. 14 í Þjórsárveri.

14. ágúst 2010

Skólasetning

Skólasetning verður í Flóaskóla fimmtudaginn 26. ágúst kl. 14:00.
5. ágúst 2010

10. bekkur í Flóaskóla

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að 10. bekkjar nemendum úr Flóahreppi verði kennt í Flóaskóla frá og með hausti 2011.

5. ágúst 2010

Gámasvæði

Gámasvæði sveitarfélagins í Heiðargerði var lokað 1. júlí s.l. Einnig hafa gámarnir við Merkurhraun og í Halakoti verið fjarlægðir.