7. september 2011

Umhverfisverðlaun 2011

Óskað er eftir hugmyndum og tillögum um umhverfisverðlaun fyrir árið 2011 frá íbúum Flóahrepps.

1. september 2011

Ferð eldri borgara

Kvenfélögin í Flóahreppi bjóða eldri borgurum sveitarfélagsins í skemmtiferð á Akranes mánudaginn 5. september.
Rúta fer frá eftirtöldum stöðum:
Félagslundi kl. 12.00
Þjórsárveri kl. 12.15
Þingborg kl. 12.30
Þátttaka tilkynnist til:
Margrétar s. 486-3393, 864-1908 eða Aðalheiðar s. 486-3305, 866-3310
31. ágúst 2011

Flóamót 2011

Á föstudaginn kemur, 2. september, fer Flóamótið í frjálsum íþróttum fram á íþróttavellinum við Þjórsárver. Mótið hefst að lokinni kennslu í Flóaskóla kl. 14:00. 
23. ágúst 2011

Skólasetning Flóaskóla

Skólasetning Flóaskóla verður í Þjórsárveri miðvikudaginn 24. ágúst kl. 13:00.
2. ágúst 2011

Frá Flóaskóla

Nú styttist óðum í að nemendur Flóaskóla mæti aftur eftir gott sumarfrí.

Eins og undanfarin tvö skólaár ætlar Flóaskóli að bjóða upp á  innkaup námsgagna fyrir nemendur gegn vægu gjaldi sem greiðist í upphafi skólaárs.
2. ágúst 2011

Áveitan í ágúst

Fréttablað ungmennafélaganna, Áveituna, fyrir ágústmánuð má nálgast hér.

28. júní 2011

Sláttur hafinn

Sláttur er nú hafinn víða í Flóahreppi. Á myndinni er verið að slá grængresið í nágrenni við Félagslund og Gaulverjaskóla.

21. júní 2011

Varmadælur

Hér má sjá grein eftir Friðfinn K. Daníelsson um hitun húsa með varmadælum og notkun lághitaofna. Greinin er tekin af heimasíðu Varmavéla ehf. og er til upplýsinga fyrir húseigendur sem kynda hús sín með rafmagni.
18. júní 2011

Rétt hjá Félagslundi

Verið er að lagfæra og endurbæta réttina við Félagslund. Torf verður lagt ofan á steinhleðsluna og friða þarf réttina í allt sumar fyrir ágangi hrossa. Af þeim sökum þurfa hestamenn að finna sér annan áningarstað fyrir hrossahópa þetta sumarið.