20. október 2010

Tónleikar í Félagslundi

Föstudagskvöldið 29. október n.k. verða haldnir síðustu tónleikarnir í tónleikaröð félagsheimilanna í Flóahreppi. Nú er komið að Benny Crespo´s í Félagslundi kl. 20:30, aðgangseyrir kr. 2.000.
18. október 2010

Hjaltested og Íslandi

Um fimmtíu manns mætti á tónleika með Ingibjörgu Aldísi Ólafsdóttur, sópran og Stefáni Helga Stefánssyni, tenór ásamt undirleikaranum Ólafi B. Ólafssyni sem haldnir voru í Þjórsárveri 15. október s.l.
12. október 2010

Vegur að Flóðgátt

6. október samþykkti sveitarstjórn Flóahrepps, fyrir sitt leyti að hefja framkvæmdir við endurbætur á vegslóða sem liggur að Flóðgáttinni, inntaksmannvirki Flóaáveitunnar.

9. október 2010

Vettvangsferð um Flóahrepp

Sveitarstjórn Flóahrepps ásamt atvinnu- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins fóru í vettvangsferð um sveitarfélagið föstudaginn 8. október s.l.

7. október 2010

Áfrýjun dómsmáls til Hæstaréttar

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms um aðalskipulag í Flóahreppi til Hæstaréttar.
4. október 2010

Áveitan í október

Fréttablað Flóahrepps, Áveitan er komin út og má nálgast hér.

27. september 2010

Hundafangari

Flóahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsa eftir sameiginlegum hundafangara og samstarfsaðila til að annast geymslu handsamaðra hunda sbr. samþykktir sveitarfélaganna um hundahald.

Umsóknir sendist á netföngin floahreppur@floahreppur.is og oddviti@skeidgnup.is.

Umsóknarfrestur er til föstudagsins 8. október 2010
20. september 2010

Gaulverjabæjarkirkja

Verið að leggja lokahönd á vinnu við endurbætur á Gaulverjabæjarkirkju og hefur verið horft til upprunalegs útlits hennar við þá vinnu. Á myndinni má sjá málara við vinnu sína.

15. september 2010

Tónleikaröð

Röð tónleika er fyrirhuguð í félagsheimilum Flóahrepps í október.

Byrjað verður á Ómari Ragnarssyni, Ragga Bjarna og félögum sem skemmta með söng og gríni í Þingborg 2. október. Skemmtunin byrjar kl. 21:00 og aðgangseyrir er 2.000 kr. Þeir sem vilja tryggja sér miða í tíma hafi samband við Ingibjörgu í síma 691-7082. Ómar og Raggi árita geisladiska á staðnum.