Aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi 4. desember s.l. áður auglýsta tillögu að aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi ásamt greinargerð og skýringaruppdrætti sem og fyrirliggjandi umsagnir sveitarstjórnar um athugasemdir.
Karen Viðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri í Krakkaborg. Hún hefur gegnt starfi sérkennslustjóra við leikskólann síðan í byrjun ágúst og mun gera það áfram ásamt starfi aðstoðarleikskólastjóra. Ekki hefur verið starfandi aðstoðarleikskólastjóri fyrr við Krakkaborg og er Karen boðin velkomin til nýrra ábyrgðarstarfa innan leikskólans.
Börnin í leikskólanum Krakkaborg kveiktu jólaljós á jólatré staðarins föstudaginn 28. nóvember s.l. Þau sungu nokkur jólalög og buðu síðan í heitt kakó og smákökur sem var vel þegið enda mjög kalt í veðri.
Myndir af krökkunum og jólatrénu má sjá á myndasíðunni undir Krakkaborg, jólaljós 2008.