21. október 2011

Starfsmaður í félagsmiðstöð

Örvar Rafn Hlíðdal hefur verið ráðinn starfsmaður félagsmiðstöðvar í Flóaskóla.
21. október 2011

Nemendur í 2.-5. bekk koma fram í Hörpu!

Í tilefni af 60 ára afmæli Tónmenntakennarafélags Íslands verða haldnir tónleikar í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík föstudaginn 28. október.  Kolbrún tónmenntakennari fer á tónleikana […]
13. október 2011

Leiksýningin mamma, ÉG

Einleikurinn mamma, ÉG? eftir Lilju Katrínu Gunnarsdóttur og Svan Má Snorrason verður sýndur í Þjórsárveri laugardaginn 15. október. Sýningin hefst kl. 21:00, húsið opnar kl. 20:30. Aðgangseyrir er 2.000 kr.
11. október 2011

Kornskurður í Flóahreppi

Myndina hér til hliðar tók Ragnar Sigurjónsson af kornskurði í Flóahreppi á haustdögum.
29. september 2011

Barnavagn

Guðmundur Jón Sigurðsson, umsjónarmaður fasteigna í Flóahreppi, smíðaði forláta vagn fyrir yngstu nemendur leikskólans Krakkaborgar sem eru 9. mánaða til 2. ára. Allir hafa sæti og […]
28. september 2011

Tónahátíð félagsheimilanna í Flóahreppi

Hin árlega tónahátíð félagsheimilanna í Flóahreppi er nú framundan.
27. september 2011

Nemendaráð Flóaskóla

Nýkjörið nemendaráð Flóaskóla er skipað þeim Þorgils Kára Sigurðssyni 8. bekk, Helgu Margréti Höskuldsdóttur 9. bekk, Margrét Helgu Steindórsdóttur 10. bekk og Halldóri Bjarnasyni 10. bekk. 
19. september 2011

Skólakynning í Flóaskóla

Kæru foreldrar nemenda í Flóaskóla.

Skólakynningar verða fyrir foreldra í skólanum sem hér segir:

mánudaginn 26. september kl. 8:10-9:30 fyrir 1.-5. bekk.
miðvikudaginn 28. september kl. 8:10-9:30 fyrir 6.-10. bekk.

16. september 2011

Velferðarþjónusta Árnesþings

Uppsveitir Árnessýslu, Flóahreppur, Hveragerði og Ölfus hafa sameinast um að reka sameiginlega félagsþjónustu sem ber nafnið Velferðarþjónusta Árnesþings.