20. desember 2010

Vinningsnúmer í happdrætti

Í dag var dregið í happdrætti sem starfsfólk Flóaskóla stóð fyrir. Happdrættið er hluti af fjáröflun vegna námsferðar til Boston í mars 2011. Hér að neðan eru þau 20 númer sem dregin voru.

9. desember 2010

Gjöf frá Gunnari Björnssyni

Gunnar Björnsson hjá BG bílum í Flóahreppi ætlar að gefa vinnu sína, efni og aðstöðu vegna kennslu í valgrein í 9. bekk. Hann hefur s.l. sex vikur verið með tvo nemendahópa í kennslu hjá sér og var síðasti tíminn í gær, 8. desember.
8. desember 2010

Frá Íslenska Gámafélaginu

Íbúar í Flóahreppi hafa flokkað heimilissorp sitt í um tvö ár. Eins og áður hefur komið fram gekk innleiðingin flokkunarkerfisins vel og voru íbúar afar jákvæðir.
3. desember 2010

Áveitan í desember

Sjá má fréttabréfið Áveituna fyrir desembermánuð hér.

2. desember 2010

Jólatré í Krakkaborg

Börn og starfsmenn Krakkaborgar sóttu jólatré í garð leikskólans 1. desember s.l. Byrjað var á því að kveikja eld í eldstæðinu við mikla kátínu barnanna og sungin nokkur jólalög.

2. desember 2010

Gilsbakkaþula í Gömlu Þingborg

Gilsbakkaþulan var sungin 1. desember s.l. í Gömlu Þingborg en hefð er fyrir því að hún sé flutt í upphafi aðventu af Þingborgarhópnum.

29. nóvember 2010

Sprengjur í Flóahreppi

Dínamít með hvellettu fannst í holuðum steini þegar verið var að jafna út ruðningi vegna vegagerðar að svokallaðri Flóðgátt, upptökum Flóaáveitunnar við Hvítá.

29. nóvember 2010

Kosningar til stjórnlagaþings

Kosið var til stjórnlagaþings í Flóahreppi, í Félagslundi laugardaginn 27. nóvember s.l. Alls kusu 166 manns af 430 kjósendum eða 38,6% þátttaka.
25. nóvember 2010

Vatnsveituframkvæmdir

Nú er að mestu lokið framkvæmdum við nýja vatnslögn í Flóahreppi. Verið er að leggja lokahönd á malbikun vegþverana og lagningu efnis í reiðstíga með Flóavegi.