Umhverfisverðlaun Flóahrepps voru afhent í dag, fimmtudag 10. september. Í þetta skiptið var unnið samkvæmt nýjum vinnureglum Umhverfisnefndar en verðlaun voru veitt annarsvegar fyrir heimili og hins vegar fyrir fyrirtæki/stofnanir.
Í kjölfar þessa úrskurðar vill sveitarstjórn koma því á framfæri að hún harmar niðurlægjandi ummæli einstakra þingmanna um sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi og hafnar því að annarleg sjónarmið búi að baki ákvarðanatökum við aðalskipulag sveitarfélagsins. Það eru hagsmunir sveitarfélagsins sem hafðir eru að leiðarljósi og ummælum einstakra þingmanna alfarið vísað til föðurhúsanna.
Auglýsing nr. 725/2004 um skilgreiningu línubrjótafjár í Árnessýslu hefur verið felld úr gildi. Tillaga um samræmda smölun á svæðinu milli Hvítar og Þjórsár hefur þar með verið staðfest sbr. frétt hér neðar á síðunni en tillagan er svohljóðandi:
Tillaga um samræmdar smalamennskur á afréttum og heimalöndum milli Hvítár og Þjórsár var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 2. september s.l.
Tillagan er sett fram vegna umræðna um smalamennsku á liðnum árum og endurheimt sauðfjár af nágrannaafréttum og aðgerðum sauðfjárbænda til að heimta sitt fé. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt tillöguna svohljóðandi:
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að fara í framkvæmdir vegna viðbyggingar Flóaskóla.
Ákvörðun um framkvæmdir var tekin á grundvelli sérfræðiálits frá KPMG sbr. ákvæði sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar sveitarfélags og verðhugmynda sem auglýst var eftir 2. júlí s.l.