18. maí 2011

Varmadæluvefur

Orkusetur heldur úti vef um varmadælur. Varmadælur geta lækkað raforkureikning íbúa á rafhituðum svæðum verulega. Vefinn má finna á eftirfarandi slóð:  http://www.orkusetur.is/varmadaelur

12. maí 2011

Sumarið er tíminn

Þórdís Bjarnadóttir, leikskólakennari í Krakkaborg kemur gjarna til vinnu á mótorfák þegar sólin hækkar á lofti.
Hún býr á Árbergi við Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og fyrsti mótorhjóladagur þessa árs var í dag, 12. maí.

11. maí 2011

Æskulýðsnefnd Sleipnis

Á Sunnlenskum sveitadögum síðastliðinn laugardag var Æskulýðsnefnd Sleipnis með teymingar undir börnum á athafnasvæði Jötunvéla.

Teymt var undir börnum frá kl. 13 – 17 og voru farnar yfir 700 ferðir á tímabilinu.

Æskulýðsnefnd Sleipnis þakkar öllum sem að verkefninu komu fyrir veitta aðstoð.

10. maí 2011

Stefnumótun skólamála

Bent er á að hugmyndum íbúa vegna stefnumótunarvinnu í tengslum við skólamál er enn hægt að koma á framfæri með því að senda þær í merktu umslagi sem fylgdi með beiðni fræðslunefndar.
3. maí 2011

Sameiginleg félagsþjónusta

Samstarfssamningur um sameiginlega félagsþjónustu í Hveragerði, Ölfusi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi var undirritaður af fulltrúum sveitarfélaganna á Flúðum í gær, 2 maí.

28. apríl 2011

Verndarengill

Þessi álft beið húsbónda síns á meðan hann fundaði í Þingborg. Álftin vakti verðskuldaða athygli hjá nemendum og starfsmönnum leikskóla, svo og starfsmönnum skrifstofu Flóahrepps sem tóku þessa mynd af henni. Hún vaktaði bíl húsbónda síns og gaf sér varla tíma til að þiggja brauðbita sökum anna við að stugga frá forvitnu fólki og óvelkomnum bílum.
21. apríl 2011

Siggi í Hamarskoti fyndnastur

Sigurður Ingi Sigurðsson, hænsnabóndi með meiru í Hamarskoti í Flóahreppi, er fyndnasti maður Suðurlands 2011.

19. apríl 2011

Páskasýning í Húsinu

Veggteppin og klæðið fljúgandi

Í borðstofu Hússins á Eyrarbakka hefur verið hengd upp sýning á veggteppum úr fórum Byggðasafns Árnesinga. Veggteppin koma víða að. Meðal þeirra sem saumað hafa veggteppin má nefna Árnýju Filippusdóttur í Hveragerði, Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka og Guðrúnu Guðmundsdóttur á Sunnuhvoli á Stokkseyri. Einnig eru á sýningunni veggteppi frá fleiri stöðum úr héraðinu.

15. apríl 2011

Hestafjör

Sunnudaginn 10. apríl var hátíðin Hestafjör haldin í fyrsta skipti en vegna hestaveikinnar var hún slegin af í fyrra. Að henni stóðu hestamannafélögin á Suðurlandi og tóku sex félög þátt auk gesta.